Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi. Þetta eru hópar aldraðra, öryrkjar, en þessir hópar eru aldrei nefndir öðru vísi en orðið skerðingar fylgi með, barnafjölskyldur með lágar tekjur og almennt verkafólk. Flokkur fólksins lítur á það sem hlutverk sitt á Alþingi að standa vörð um þá sem höllum fæti standa og bjóða þeim viðunandi lífskjör í stað sífelldra skerðinga og afarkosta eins og nú er uppi.“
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi. Þetta eru hópar aldraðra, öryrkjar, en þessir hópar eru aldrei nefndir öðru vísi en orðið skerðingar fylgi með, barnafjölskyldur með lágar tekjur og almennt verkafólk. Flokkur fólksins lítur á það sem hlutverk sitt á Alþingi að standa vörð um þá sem höllum fæti standa og bjóða þeim viðunandi lífskjör í stað sífelldra skerðinga og afarkosta eins og nú er uppi.“
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi. Þetta eru hópar aldraðra, öryrkjar, en þessir hópar eru aldrei nefndir öðru vísi en orðið skerðingar fylgi með, barnafjölskyldur með lágar tekjur og almennt verkafólk. Flokkur fólksins lítur á það sem hlutverk sitt á Alþingi að standa vörð um þá sem höllum fæti standa og bjóða þeim viðunandi lífskjör í stað sífelldra skerðinga og afarkosta eins og nú er uppi.“
„Nýrri ríkisstjórn er óskað velfarnaðar en það sker í augu í sáttmála hennar og stefnuræðu að metnaður hennar til að bæta kjör þessara þjóðfélagshópa sýnist hóflegur svo ekki sé sterkar að orði kveðið.“
Hann sagði Flokk fólksins vilja endurskoða viðmið sem talin hafa verið góð og gild til þessa af allt of mörgum. „Hvers virði er jafnvægi í ríkisbúskapnum sem felur í sér að grunnstoðir samfélagsins í heilbrigðis- og menntamálum séu í fjársvelti? Hvers konar jafnvægi er það sem reist er á að ríkissjóður komist ekki af nema skattleggja tekjur sem ekki duga fyrir nauðþurftum?“
„Lítið ber á því í nýju fjárlagafrumvarpi að ríkisstjórnin hyggist efla löggæslu í landinu, þó að í stjórnarsáttmálanum sé talað um öfluga löggæslu. Staðreyndin er sú að löggæslan hefur búið við fækkun lögreglumanna frá því löngu fyrir hrun og það á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað og komur ferðamanna hafa margfaldast. Þá er áberandi hve hlutur löggæslunnar úti á landi er fyrir borð borinn. Flokkur fólksins mun fylgjast vel með málefnum lögreglunnar enda er öryggi borgarana einn af hornsteinum samfélagsins.“
„Að lokum, virðulegi forseti, vil ég leggja áherslu á nauðsyn þjóðarsamstöðu og átaks af hálfu stjórnvalda um vernd og eflingu íslenskrar tungu sem á undir högg að sækja sem aldrei fyrr. Við verðum að taka ærlega til hendinni á heimilum og í skólum landsins með aukinni rækt við menningu okkar og sögu.“