Áhyggjur af gangi humarveiða

Humarveiðar | 15. desember 2017

Áhyggjur af gangi humarveiða

Á samráðsfundi um humarrannsóknir, sem hagsmunaaðilar í humarveiðum og fulltrúar Hafrannsóknastofnunar sóttu í vikunni, komu fram áhyggjur af gangi humarveiða. 

Áhyggjur af gangi humarveiða

Humarveiðar | 15. desember 2017

mbl.is/Helgi Bjarnason

Á samráðsfundi um humarrannsóknir, sem hagsmunaaðilar í humarveiðum og fulltrúar Hafrannsóknastofnunar sóttu í vikunni, komu fram áhyggjur af gangi humarveiða. 

Á samráðsfundi um humarrannsóknir, sem hagsmunaaðilar í humarveiðum og fulltrúar Hafrannsóknastofnunar sóttu í vikunni, komu fram áhyggjur af gangi humarveiða. 

Upplifun skipstjóra og útgerðarmanna humarbáta var samhljóma áliti Hafrannsóknastofnunar hvað varðar ástand humarstofnsins, segir á vef stofnunarinnar.

Á fundinum lýstu skipstjórnarmenn gangi humarveiða og sýn sinni á stöðu stofnsins. Voru þeir sammála um að veiðar væru erfiðari en oft áður og veiði mun minni á hefðbundinni humarslóð. Þá kom fram að smáhumar vantaði að mestu í veiðina.

Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar kynntu mat sitt á ástandi stofnsins, sem bar ágætlega saman við framsögu skipstjórnarmanna. Fundarfólk var sammála um að meiri rannsóknir þyrfti til að skilja ástæður þess að nýliðun humars hefur hrunið á undanförnum árum.

Skipstjórnarmönnum voru kynntar nýjar aðferðir við stofnmat humars, sem ganga út á að mynda botninn og telja humarholur. Jafnframt voru niðurstöður rannsókna á veiðarfærum kynntar, sem og mat á tíðni ummerkja og magni botnsets sem þyrlast upp af völdum togveiðarfæra.

mbl.is