Vísar kæru á Loga frá

Ný ríkisstjórn 2017 | 16. desember 2017

Lögreglan á Akureyri vísar kæru á Loga frá

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október.

Lögreglan á Akureyri vísar kæru á Loga frá

Ný ríkisstjórn 2017 | 16. desember 2017

Logi Már Einarssson.
Logi Már Einarssson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október.

Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október.

Kjörbréfanefnd Alþingis hefur einnig hafnað kærunni. Kærandi hefur mánuð til áfrýja niðurstöðinni til ríkissaksóknara.

Að sögn Bergs Jónssonar, lögreglufulltrúa á Akureyri, var kæranda, sem var fulltrúi stjórnmálaflokks á kjörstað, tilkynnt um þessa ákvörðun 29. nóvember.

mbl.is