Þegar kvíða fer að ... jólum!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 18. desember 2017

Þegar kvíða fer að ... jólum!

„Desember. Jólamánuður. Hver er boðskapur jólanna? Felst það í því að fyrirtæki með auglýsingum reyni að fá mig til að kaupa hitt og þetta? Rólegasta fólk missir dómgreind í desember og skyndilega er nauðsynlegt að leggja nýtt parket, endurýja innréttingar o.s.frv. Eitthvað sem hefði mátt gera hina 11 mánuði ársins! Sumum dugar ekkert annað en fjárfesta í nýju húsnæði. Já fyrir jól. Ef streita fólks er ekki nóg við að baka, kaupa gjafir, þrífa hátt og lágt, að bæta við að standa í framkvæmdum eða flutningum leið? Hátíð ljóss og friðar. Kærleikurinn. Er óeðlilegt að ég spyrji hvort jólin yrðu ekki eins kærleiksrík ef sleppt yrði rándýrum gjöfum, framkvæmdum og flutningum? Yrði tilfinningin á aðfangadagskvöld eitthvað daprari?

Þegar kvíða fer að ... jólum!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 18. desember 2017

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Desember. Jólamánuður. Hver er boðskapur jólanna? Felst það í því að fyrirtæki með auglýsingum reyni að fá mig til að kaupa hitt og þetta? Rólegasta fólk missir dómgreind í desember og skyndilega er nauðsynlegt að leggja nýtt parket, endurýja innréttingar o.s.frv. Eitthvað sem hefði mátt gera hina 11 mánuði ársins! Sumum dugar ekkert annað en fjárfesta í nýju húsnæði. Já fyrir jól. Ef streita fólks er ekki nóg við að baka, kaupa gjafir, þrífa hátt og lágt, að bæta við að standa í framkvæmdum eða flutningum leið? Hátíð ljóss og friðar. Kærleikurinn. Er óeðlilegt að ég spyrji hvort jólin yrðu ekki eins kærleiksrík ef sleppt yrði rándýrum gjöfum, framkvæmdum og flutningum? Yrði tilfinningin á aðfangadagskvöld eitthvað daprari?

„Desember. Jólamánuður. Hver er boðskapur jólanna? Felst það í því að fyrirtæki með auglýsingum reyni að fá mig til að kaupa hitt og þetta? Rólegasta fólk missir dómgreind í desember og skyndilega er nauðsynlegt að leggja nýtt parket, endurýja innréttingar o.s.frv. Eitthvað sem hefði mátt gera hina 11 mánuði ársins! Sumum dugar ekkert annað en fjárfesta í nýju húsnæði. Já fyrir jól. Ef streita fólks er ekki nóg við að baka, kaupa gjafir, þrífa hátt og lágt, að bæta við að standa í framkvæmdum eða flutningum leið? Hátíð ljóss og friðar. Kærleikurinn. Er óeðlilegt að ég spyrji hvort jólin yrðu ekki eins kærleiksrík ef sleppt yrði rándýrum gjöfum, framkvæmdum og flutningum? Yrði tilfinningin á aðfangadagskvöld eitthvað daprari?

Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og á góðar minningar frá jólum. Get enn fundið lyktina af æskujólunum og upplifi í rósrauðum nostalgíubjarma. Spennan magnaðist við lykt af heimatilbúnu rauðkáli, smákökum, hangikjöti svo ekki sé minnst á ómissandi rjúpurnar. Á mínu heimili var allt tilbúið eina mínútu áður er kirkjan sló inn jólin í útvarpinu. Ég upplifði þessa stund hátíðlega. Auðvitað spenntastur fyrir jólagjöfunum en það ríkti kærleikur og friður á heimilinu. Var ekki alltaf þannig. Frændfólk mitt kom alltaf í kaffiboð á aðfangadagskvöld sem er yndisleg minning. Rútína ár eftir ár. Þegar ég varð fjölskyldufaðir reyndi ég öll jól að framkalla þessa tilfinningu. Vissulega ekki eins en ég lifði mig inn í undirbúning jólanna. Svo var hrein unun að upplifa spennu barnanna fyrir jólagjöfunum og einlæga gleði. Þetta er kærleikur. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf haldið gleðileg fjölskyldujól,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Þangað til jólin 2015. Vegna ofbeldis í æsku byrgði ég inni sársauka sem braust fram árið 2013 eftir mikið álag frá 2011. Við að sársaukinn braust fram varð ég veikur af krónískri áfallastreituröskun með þau einkenni að ég endurupplifði sársauka ofbeldis í gegnum ofsakvíða- og óttaköst. Þróaðist alla sambúðina. Að auki blossaði á ný meðvirkni og sjúklegur höfnunarótti gagnvart sambýliskonu minni. Alla sambúðina til 2015 berst ég eins og ljón við að standa mína plikt og mun aldrei skilja hvernig mér tókst það. Tók enginn eftir neinu, síst ég. Konan sleit sambúðinni í mars 2015 þegar hún komst að fjármálaatriði sem ég hafði leynt og var óheiðarlegur. Af ótta við höfnun þorði ég ekki að segja henni! Út úr karakter. Súrrealísk saga á bak við það en of löng til að segja nú. Þarna var ég orðinn fárveikur og stíflan brást og ég barðist við að halda lífi til hausts 2015. Þá komst ég ekki út úr húsi því ég var örmagna, líkamlega og andlega, orkulaus, taugakerfið í rúst og hræðileg ofsakvíðaköstin náðu saman. Ég bjargaðist fyrir mátt örlaganna haustið 2015. Þá var staðan mín þannig: Húsnæðislaus, peningamál í rúst, bíllaus, sambúðarslit, atvinnulaus (nauðugur/viljugur varð ég að segja upp vinnunni) og fárveikur eins og ég lýsti. Fyrir jólin 2015 var ég búinn að vera í bataprógrammi í þrjá mánuði og leið betur en þoldi lítið. Allt mitt líf, eins og ég sagði, haldið gleðileg fjölskyldujól áhyggjulaus en núna mátti ég þakka fyrir að geta búið einn í herbergisholu úti í bæ og vera á lífi. 

Ég held að fólk með sæmilega góð fjárráð átti sig ekki á þeim fjölda fólks sem vildi helst óska að jól yrðu ekki haldin. Af hverju? Ímyndaðu þér að vera t.d. andlega veikur, öryrki, einstæð/ur með ung börn eða í annars konar vandræðum. Hópur sem á það sameiginlegt að geta ekki náð endum saman í hverjum mánuði. Það koma sömu fréttirnar af þessu fyrir hver jól og myndir af fólki í biðröð við úthlutun hjá mæðrastyrksnefnd. Ég vil varla minnast á ef það er óregla á heimili og börnin sárkvíða jólunum af því mamma og/eða pabbi verða kannski ekki í ástandi til að halda jól! Þetta eru engar ýkjur. Það ríkir fátækt á Íslandi og börn búa við líkamlegt og andlegt ofbeldi á heimilum. Líka á jólum. Þetta er sorglegra en orð fá lýst. Ég játa að aldrei hafði ég reynt að setja mig í spor þessa fólks. En neyddist til þess jólin 2015.

Í desember 2015 var ég ráðalaus. Jólalögin og auglýsingarnar hreinlega særðu mig. Dimmir kvíðafullir dagar. Ég eyddi því sem ég átti til að gleðja börnin mín en gat ekki haldið jól með þeim. Mér var boðið í mat á aðfangadagskvöld sem var ágætt. Annars eyddi ég hátíðardögunum í að útiloka jólin úr huganum. Það var mín vörn til að upplifa ekki sorg og sjálfsvorkunn. Hefði getað komið mér í mat hjá vinum og ættingjum. Mig langaði ekki út af kvíða við að upplifa jólastemningu annarra heimila. Ég bjóst við að þessi jól yrðu svona og svo myndi allt breytast. Hugsaði að ef börnin mín væru ánægð þá væri ég ánægður. 

Jólin komu 2016. Groundhog day. Endurtekning á 2015 nema ég setti mig í hlutlausa gírinn fyrr og útilokaði þessa jólastemningu. Sama. Börnin ánægð. Ég ánægður. Og vildi fá sem mestan frið því ekki gat ég tekið börnin til mín þótt feginn vildi.

Handviss í byrjun árs 2017 að ég yrði búinn að ná mér og hagur að vænkast. Kominn í stærra húsnæði og fengið börnin yfir jólin. Hlýnaði við tilhugsunina.

Ég ritaði þennan pistil 1. desember 2017. Þessi jól verða að óbreyttu eins og 2015 og 2016. Þó 2015 og 2016 hafi tekið á þá hef ég aldrei kviðið jafn mikið og nú. Finn að nú er grynnra að kvikunni tilfinningalega því ég sé ekki fram á að geta keypt jólagjafir fyrir börnin mín. Ég útiloka jólamánuðinn og jóladagana. Ég kann ekki og get ekki annað. Ég geri þetta af ótta við að upplifa sársauka. Sorg. Af því ég get ekki þó ég vilji ... halda „hefðbundin“ jól. Staðan verður verri hvert ár. Í ár fjárhagslega mjög slæm. 

Kviknar ljós. Ef ekki væri fyrir einstaka manngæsku og velvilja ákveðinnar manneskju gæti ég ekki gefið börnunum mínum jólagjafir og átt að auki stund með þeim fyrir jólin. Ég er meyr af þakklæti að til sé gott fólk. Ég var ekki að biðja um þetta eða betla. Stoltið er mikið en ég þáði með þökkum. Það fannst mér sigur. Sýndi auðmýkt.

Það eru ekki nema þrjú ár síðan að ég gat aldrei ímyndað mér mig í þessari stöðu. Ég hef lært auðmýkt og til að geta þegið hjálp hef ég þurft að henda viðhorfum og gildum til lífsins. 

Það sem mér áður þótti meira en sjálfsagt er munaður í dag. 

Hátíð ljóss og friðar. Kærleika. Já og það er hægt að skapa og upplifa á ýmsan hátt. Eftir að ég sá að ég gæti glatt börnin mín þessi jól er ég búinn að hugsa mikið. Ég veit ekki nema mín bíði sama staða næstu jól. Vona ekki en get ekki falið mig fyrir jólunum endalaust. Ég er búinn að vera á flótta sl. tvenn jól af ótta við sársauka. Viðurkenni það.

Ég hef ákveðið að taka mér tak. Ég veit að það er fólk sem hefur það mun verra en ég. Mér er boðið í mat og svelt ekkert. Nei, þetta er ekki sama stemningin og ég lýsti hér fyrr. En. Það stendur ekkert í veginum fyrir því að halda kærleiksrík jól nema mín eigin viðhorf. Þakka fyrir það sem ég á og hef en ekki svekkja mig á því sem ég eitt sinn átti. Hátíð ljós og friðar og kærleikur er hugarfar. Vissulega sárt ef fólk á ekki til hnífs og skeiðar jóladagana en ég þarf ekki að kvarta yfir því. 

Þessi jól mun ég leyfa mér að njóta þess sem ég á og hef. Í stað þess enn ein jólin að vera í híði og reyna að flýja staðreyndir. Það verður þroskandi. Mér líður vel að lýsa vanmætti mínum í þessum pistli sem kannski nýtist öðrum. 

Það er ljóstíra í öllu myrkri. Líka í desember. Sem betur leynist fallega hugsandi fólk sem bendir manni á ljósið eða gefur. Svo lifi ég í trú um betri heilsu og tíð. Þá verður gott að hugsa til þess að hafa gengist við tilfinningunum, en ekki flúið þær!

Takk fyrir að lesa þessa hugleiðingu og reynslu mína. Af hjartans einlægni óska ég þér og þínum gleðilegra jóla með von um kærleik, ást og frið.

mbl.is