Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ráðið þau Ingveldi Sæmundsdóttur og Ágúst Bjarna Garðarsson sem aðstoðarmenn sína.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ráðið þau Ingveldi Sæmundsdóttur og Ágúst Bjarna Garðarsson sem aðstoðarmenn sína.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ráðið þau Ingveldi Sæmundsdóttur og Ágúst Bjarna Garðarsson sem aðstoðarmenn sína.
Mbl.is greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ingveldur myndi aðstoða Sigurð Inga.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Ingveldur sé viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og hafi stundað nám í stjórnun og stefnumótun frá HÍ. Núna eru hún í MBA-meistaranámi við Háskóla Íslands.
Þá hefur hún lokið diplómaprófi í alþjóðlegri markaðshagfræði og ýmsum öðrum námskeiðum. Ingveldur hefur starfað við eigin rekstur og verið vöru- og viðskiptastjóri í fyrirtækjum á sviði rekstrarvara.
Hún var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar 2013 og pólitískur aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra þar til í janúar á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur hún verið aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins. Ingveldur er gift Guðmundi S. Ólafssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Ágúst Bjarni Garðarsson lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og síðar MPM frá Háskólanum í Reykjavík, auk IPMA-D vottunar.
Ágúst Bjarni starfaði um árabil hjá Hafnarfjarðarbæ, meðal annars við kennslu og síðar hjá Ölgerðinni og utanríkisráðuneytinu. Hann var aðstoðarmaður Sigurðar Inga í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og í forsætisráðuneyti árin 2015 til 2017 og hefur frá byrjun þessa árs verið skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur.