10 lífsreglur Maya Angelou

10 lífsreglur | 25. desember 2017

10 lífsreglur Maya Angelou

Marguerite Annie Johnson eða Maya Angelou eins og við þekkjum hana er ein áhugaverðasta frelsishetja okkar tíma að mati margra. Hún var rithöfundur, ljóðskáld og einstaklega góð manneskja. Hún naut velgengni og virðingar og heimspeki hennar lifir í huga þeirra sem hún snerti á æviskeiði sínu. Maya varð 86 ára að aldri, hún fæddist 4. apríl árið 1928 og lést 28. maí árið 2014.

10 lífsreglur Maya Angelou

10 lífsreglur | 25. desember 2017

Maya Angelou var andlegur leiðtogi margra í lifanda lífi og …
Maya Angelou var andlegur leiðtogi margra í lifanda lífi og leiðbeinir enn þá.

Marguerite Annie Johnson eða Maya Angelou eins og við þekkjum hana er ein áhugaverðasta frelsishetja okkar tíma að mati margra. Hún var rithöfundur, ljóðskáld og einstaklega góð manneskja. Hún naut velgengni og virðingar og heimspeki hennar lifir í huga þeirra sem hún snerti á æviskeiði sínu. Maya varð 86 ára að aldri, hún fæddist 4. apríl árið 1928 og lést 28. maí árið 2014.

Marguerite Annie Johnson eða Maya Angelou eins og við þekkjum hana er ein áhugaverðasta frelsishetja okkar tíma að mati margra. Hún var rithöfundur, ljóðskáld og einstaklega góð manneskja. Hún naut velgengni og virðingar og heimspeki hennar lifir í huga þeirra sem hún snerti á æviskeiði sínu. Maya varð 86 ára að aldri, hún fæddist 4. apríl árið 1928 og lést 28. maí árið 2014.

Hún er þekkt fyrir þá skoðun sína að frá illu verki geti gott komið. Hún lenti í alvarlegu kynferðisbroti en sá sem framdi verknaði dó og tók Maya því svo að orð hennar hefðu valdið dauða mannsins. Hún ákvað að tala ekki í 5 ár upp frá þessu, og nýtti hún tímann sinn í að lesa allar allar bækur sem hún komst yfir á bókasafninu fyrir svart fólk, hún las einnig allar bækur af bókasafninu fyrir hvítt fólk, hún las allar bækur sem hún komst yfir í kirkjunni svo að þegar hún ákvað að tala aftur, þá hafði hún þó nokkuð til málanna að leggja.

Maya Angelou skildi eftir sig 10 einfaldar lífsreglur. Þær eru eftirfarandi: 

1.Gerðu rétt

Þótt Maya Angelou hafi verið þekkt fyrir fagleg störf sín sem rithöfundur og ljóðskáld hafði hún reynslu af því að vinna alls konar störf. Meðal annars sem vændiskona og dansari á næturklúbb. Hún benti á lífshlaup sitt sem sönnun þess að við getum orðið góð ef við gerum það sem er rétt.

2. Vertu hugrökk/hugrakkur

Maya Angelou var leikkona, höfundur, framleiðandi og margt fleira sem fól í sér að á ákveðnum tímapunkti í lífinu þurfti hún að byrja að verða hugrökk, losa sig við óttann við höfnun og færa til mörk þess sem hún vissi að hún gæti. 

3. Elskaðu

Maya Angelou kenndi okkur um ástina. Að ástin frelsar. Hún heldur ekki í neitt, það er ekki ást heldur sjálfselska. Þegar sonur hennar fæddist var hún 17 ára, þá fór hún til móður sinnar og tilkynnti henni að hún væri að flytja út úr húsinu. Þá sagði móðir hennar: „Um leið og þú gengur yfir þröskuldinn á þessu húsi skaltu vita að þú hefur verið alin upp. Þú veist muninn á réttu og röngu, svo gerðu rétt. Þér er velkomið að koma heim aftur þegar þú vilt, en láttu engan segja þér hvað þú átt að gera.“

Í hvert skipti sem Maya kom heim aftur niðurbrotin vegna einhvers sem hún hafði lent í fékk hún ást og uppörvun. „Mamma sagði mér að ég væri einstök og sagðist einnig vera of vond til að ljúga svo hægt og rólega fór ég að trúa henni,“ sagði Maya og hélt áfram: „Ég hugsaði með mér, hvað ef hún er að segja rétt? Hvað ef það er eitthvað varið í mig? Þetta er ást að mínu mati.“

4. Notaðu hláturinn

Maya Angelou vissi að hlátur er vopn sem við notum til að lifa af. Hún skrifaði ljóð um þernu í rútu sem hló í hvert skipti sem rútan stoppaði harkalega, hún hló einnig í hvert skipti sem rútan stoppaði varlega. Hún bara hló. „Þarna skildi ég að hún teygði varirnar hvora í sína áttina og gaf frá sér hljóð til að lifa af. Þannig lærði ég að hlátur hjálpar þér að lifa af. Ég hló svo mikið að ég nánast dó, svo hló ég þangað til ég fór að gráta,“ sagði Maya.

5. Vertu blessun í lífi annarra

Maya Angelou var til staðar í lífi annarra og talaði hún um þessi verkefni í myndlíkingunni að vera regnbogi í himninum fyrir annað fólk. Maya var trúuð og bænasterk að mati vina hennar og stóð hún með þeim í gegnum súrt og sætt. Fræg er orðin ræðan sem Oprah Winfrey hélt í jarðarför þessarar andlegu móður sinnar, þar sem hún minnist Maya Angelou sem regnbogans í lífi sínu.

6. Snúðu áskorunum upp í sigra

Maya Angelou er þekkt fyrir það hvernig hún kenndi okkur að þakka í auðmýkt fyrir öll þau verkefni sem okkur eru falin. Verkefnin eru til að leysa þau og við þurfum ekki að gera það sjálf. Við gerum það með aðstoð allra þeirra sem elska okkur, regnboganna í lífinu okkar. Síðan þegar við höfum lært og vaxið getum við orðið regnbogar í lífi annarra.

7. Þú hefur hæfileika

Maya Angelou hélt því fram að öll hefðum við tilgang í þessu lífi og okkur væri gefinn hæfileiki sem okkur bæri að rækta. Hún hvatti okkur til að fylgjast með samfylgdarfólki okkar, því á meðal þeirra væri kraftaverkafólk sem myndi breyta heiminum. Einnig áminnti hún okkur um að nýta það sem okkur væri ætlað að gera í þessu lífi. Að við værum öll merkileg og skiptum máli.

8. Lærðu að segja nei

Það að taka ekki afstöðu er merki um veikleika að mati Maya Angelou. En hún var þekkt fyrir að banna allt illt umtal um aðra heima hjá sér. „Ekki í mínum húsum,“ voru orð að hennar skapi. Enda lagði hún ríka áherslu á að ef þú talar aldrei illa um aðra, þá færðu traust og virðingu frá öllum. En að baki þessari hugsun lá djúp viska hennar á hinu góða og hinu illa. Hún sagðist finna fyrir hvoru tveggja í sínu eðli, og þar af leiðandi hefði hún engan rétt á að dæma. „Sá sem gerir illt, hann líður illt fyrir og ég hef engan rétt á að dæma hann fyrir það. Sá sem gerir gott fær gott fyrir og ég hef það einnig í mér. Það er svo mitt að ákveða hvort ég þróa með mér. Ég er ekki betur sett að ræða um illsku annarra.“

9.Gerðu alltaf þitt besta

Maya Angelou trúði að við ættum að rækta það sem okkur væri gefið og gera ávallt okkar besta í kærleik og af einlægni. Hún var ekki talsmaður þess að við þyrftum að sjá um allt í þessu lífi, heldur velja okkur það sem gefur okkur tilgang og æfa okkur í því að gera alltaf eins vel og við getum. Svo þegar við höfum náð tökum á að gera hlutina eins vel og við getum þá hvatti hún okkur til að gera aðeins betur á hverjum degi. Þannig færum við til mörkin okkar og komum jafnvel okkur sjálfum á óvart.

10. Haltu áfram að rísa

Í ljóðinu hennar „Still I rise“ segir. „Þú getur skotið mig með orðum þínum, skorið mig með augum þínum, drepið mig með hatri þínu, en samt rís ég, eins og loftið, ég mun rísa.“

Maya Angelou kenndi okkur að enginn getur hafnað okkur nema við sjálf. Og við værum öll börn Guðs. Og ef við höldum áfram að rísa sama hvað þá munum við sigra. Hún kenndi okkur að hatursfull orðræða annarra sem og dómar sem fólk fellir um okkur, hefur ekkert með okkur að gera. 



mbl.is