Ekki lengur „ömmur“ á ferð

Formúla-1/Williams | 26. desember 2017

Ekki lengur „ömmur“ á ferð

Felipe Massa segir að breytingar sem urðu á formúlubílunum fyrir nýliðna keppnistíð hafi verið jákvæðar. Mun meira hafi reynt á ökumennina en árin á undan og væru þeir því ekki lengur sem „ömmur“ á ferð.

Ekki lengur „ömmur“ á ferð

Formúla-1/Williams | 26. desember 2017

Felipe Massa segir að breytingar sem urðu á formúlubílunum fyrir nýliðna keppnistíð hafi verið jákvæðar. Mun meira hafi reynt á ökumennina en árin á undan og væru þeir því ekki lengur sem „ömmur“ á ferð.

Felipe Massa segir að breytingar sem urðu á formúlubílunum fyrir nýliðna keppnistíð hafi verið jákvæðar. Mun meira hafi reynt á ökumennina en árin á undan og væru þeir því ekki lengur sem „ömmur“ á ferð.

Skilmálum straumfræði bílanna var breytt þann veg að þær gætu ekið á mun meiri hraða í gegnum beygjur. Hrósar Massa breytingunni og líkti bílunum 2017 við keppnisbíla formúlunnar frá 2006-08 að eiginleikum. Á þeim tíma vann hann 11 mót í formúlu-1.

„Ég mun tvímælalaust minnast 2017-bílsins sem ánægjulegs bíls að aka. Til þess að ná fullkomnum hring á honum þurfa menn að vera alvöru ökumenn, ekki eins og áður þegar við urðum að keyra eins og ömmur til að dekkin entust. Bíllinn tók allt á sig og til þess að ná árangri varð ökumaðurinn að taka áhættur og sækja hreint og ákveðið,“ segir Massa.

Ein helsta gagnrýni á 2017-bílana var að þeir væru tregir til framúraksturs. Sýndi tölfræði mótanna á árinu, að framúrakstri hafði fækkað um 47% frá árinu 2016. Segir Massa að bregðast verði við þessu svo keppnin verði enn skemmtielgri.
 

mbl.is