Fer fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ

Fer fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur farið fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag.

Fer fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ

Íran - mótmæli gegn stjórnvöldum | 2. janúar 2018

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á blaðamannafundi stofnunarinnar …
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á blaðamannafundi stofnunarinnar í dag. AFP

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur farið fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur farið fram á neyðarfund í öryggisráði SÞ vegna mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag.

„Íranska þjóðin krefst aukins frelsis,“ sagði Haley á blaðamannafundi í dag.

Yfir tuttugu manns hafa látið lífið í mótmælunum og mörg hundruð hafa verið handteknir. Mótmælin hófust í borg­inni Mashhad, þeirri næst­stærstu í land­inu, en dreifðust fljótt til annarra borga. Slæmu efnahagsástandi, hækkandi matvælaverði og stjórnarfari í landinu er mótmælt.

Írönsk stjórn­völd hafa sakað stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Sádi-Ar­ab­íu um að ýta und­ir mót­mæl­in. Haley segir þessa fullyrðingu algjöra þvælu og telur það eðlilegt að öryggisráðið fjalli um ástandið í Íran.

mbl.is