Mohammad Ali Jafari, æðsti hershöfðingi byltingarhers Íran, hefur lýst því yfir að búið sé að kveða niður „æsinguna“ í landinu. Jafari lýsti þessu yfir í dag á sama tíma og tugir þúsunda söfnuðust saman víða um land til þess að sýna stuðning við stjórnvöld.
Mohammad Ali Jafari, æðsti hershöfðingi byltingarhers Íran, hefur lýst því yfir að búið sé að kveða niður „æsinguna“ í landinu. Jafari lýsti þessu yfir í dag á sama tíma og tugir þúsunda söfnuðust saman víða um land til þess að sýna stuðning við stjórnvöld.
Mohammad Ali Jafari, æðsti hershöfðingi byltingarhers Íran, hefur lýst því yfir að búið sé að kveða niður „æsinguna“ í landinu. Jafari lýsti þessu yfir í dag á sama tíma og tugir þúsunda söfnuðust saman víða um land til þess að sýna stuðning við stjórnvöld.
„Æsingin“ sem Jafari segist búinn að kveða niður er alda mótmæla sem staðið hafa yfir frá því á fimmtudag þar sem 21 hafa látist. Í upphafi snérust mótmælin um almennar verðhækkanir og spillingu en breyttust svo yfir í fjöldamótmæli gegn klerkastjórninni og stefnu stjórnvalda.
Samkvæmt BBC sagði Jafari hershöfðingi: „Í dag getum við sagt að þetta er endirinn á æsingnum ´96,“ þar vísar hann til ársins sem nú stendur yfir samkvæmt persneska dagatalinu sem er árið 1396. Ennfremur sagði hann viðbúnað öryggissveita og árvekni borgara hafa leitt til sigurs gegn „óvinunum.
Hann sagði „óvinina“ hafa gert tilraun til að ógna menningu, efnahag og öryggi landsins. Málflutningur hershöfðingjans er samhljóma máflutningi erkiklerksins Ali Khameini en hann skellir einnig skuldinni á ótilgreinda „óvini.“ Greinendur telja hann hafa átt við Bandaríkin, Ísrael og Sádi-Arabíu.