Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun, föstudag, til að ræða öldu mótmæla sem staðið hafa yfir í Íran í eina viku.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun, föstudag, til að ræða öldu mótmæla sem staðið hafa yfir í Íran í eina viku.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun, föstudag, til að ræða öldu mótmæla sem staðið hafa yfir í Íran í eina viku.
21 hefur látist í mótmælunum sem hafa farið fram í borgum víðs vegar í Íran.
Stjórnvöld í Rússlandi hafa gagnrýnt afskiptasemi Bandaríkjanna í málefnum Írans og að mótmælin verði tekin til umræðu í öryggisráðinu. Óljóst er hvort fulltrúar Rússa í ráðinu muni reyna að koma í veg fyrir að fundurinn fari fram.
Áætlað er að fundurinn fari fram klukkan 15 að staðartíma, eða klukkan 20 að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa Kasakstan, sem fer með formennsku í ráðinu.