Rússar ávíta Bandaríkjamenn

Rússar ávíta Bandaríkjamenn fyrir afskiptasemi af innanríkismálum í Íran

Rússar gagnrýna framgöngu Bandaríkjamanna í afskiptum sínum af mótmælunum í Íran sem hafa staðið yfir í rúmlega viku.

Rússar ávíta Bandaríkjamenn fyrir afskiptasemi af innanríkismálum í Íran

Íran - mótmæli gegn stjórnvöldum | 5. janúar 2018

Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, á fundi öryggisráðsins …
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, á fundi öryggisráðsins í kvöld. AFP

Rússar gagnrýna framgöngu Bandaríkjamanna í afskiptum sínum af mótmælunum í Íran sem hafa staðið yfir í rúmlega viku.

Rússar gagnrýna framgöngu Bandaríkjamanna í afskiptum sínum af mótmælunum í Íran sem hafa staðið yfir í rúmlega viku.

Málefni Írans voru tekin til umræðu á neyðarfundi öryggisráðsins í kvöld. Ráðið kom saman að ósk Bandaríkjamanna.

Fram kom í máli Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að afskiptasemi Bandaríkjamanna af innanríkismálum Írans hefði skaðleg áhrif á stofnun Sameinuðu þjóðanna. Sú staðreynd að 21 hefur látið lífið í mótmælunum ætti ekki að skipta máli í þessu samhengi að hans mati.

Nokkrum mínútum áður hafði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lofaði mótmælin sem „öflugt sjónarspil þar sem hugrakkt fólk á í hlut.“

Sendiherra Írans sagði Bandaríkin vera að misnota vald sitt sem fastafulltrúi í öryggisráðinu.

Haley sagði að vandlega yrði fylgst með viðbrögðum íranskra yfirvalda við mótmælunum, sem beinast gegn stjórnvöldum og stjórnarfari klerkaveldisins.

Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, Gholamali Khoshroo, á fundi öryggisráðsins …
Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum, Gholamali Khoshroo, á fundi öryggisráðsins í kvöld. AFP
mbl.is