Tvískiptur fundur öryggisráðsins

Tvískiptur fundur öryggisráðsins

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú á fundi þar sem mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran eru til umræðu.

Tvískiptur fundur öryggisráðsins

Íran - mótmæli gegn stjórnvöldum | 5. janúar 2018

Áður en formlegur fundur öryggisráðsins um mótmælin í Íran hófst …
Áður en formlegur fundur öryggisráðsins um mótmælin í Íran hófst fundaði ráðið fyrir luktum dyrum að ósk Rússa. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú á fundi þar sem mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran eru til umræðu.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú á fundi þar sem mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran eru til umræðu.

Áður en formlegi fundurinn hófst fór hins vegar fram lokaður fundur í ráðinu að beiðni Rússa. Þar var búist við að farið yrði fram á að greidd verði atkvæði um hvort fundur ráðsins ætti að vera opinn. Rússar telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran með því að óska eftir að ráðið taki mótmælin til umfjöllunar.

Niðurstaðan varð hins vega sú að fundurinn fari fram og stendur hann enn yfir.

21 hefur látið lífið í öldu mótmæla víðs vegar í Íran á rúmri viku. Mótmælin eru mesta andstaða sem ír­önsk stjórn­völd hafa staðið frammi fyr­ir frá ár­inu 2009 þegar mót­mæl­end­ur komu sam­an til að krefjast um­bóta í land­inu.

mbl.is