Nú fer fram aðalmeðferð í máli Glitnis HoldCo. ehf. gegn Stundinni og Reykjavík Media í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við skýrslutöku að umfjöllun Stundarinnar upp úr þeim gögnum sem fjölmiðillinn hafði undir höndum hefði verið fréttnæm og átt erindi við almenning.
Nú fer fram aðalmeðferð í máli Glitnis HoldCo. ehf. gegn Stundinni og Reykjavík Media í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við skýrslutöku að umfjöllun Stundarinnar upp úr þeim gögnum sem fjölmiðillinn hafði undir höndum hefði verið fréttnæm og átt erindi við almenning.
Nú fer fram aðalmeðferð í máli Glitnis HoldCo. ehf. gegn Stundinni og Reykjavík Media í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði við skýrslutöku að umfjöllun Stundarinnar upp úr þeim gögnum sem fjölmiðillinn hafði undir höndum hefði verið fréttnæm og átt erindi við almenning.
Hann sagði ljóst að áhrifamikill stjórnmálamaður, Bjarni Benediktsson, hefði greint ranglega frá sínum hagsmunum og að í huga ritstjórnarinnar hefði af þeim sökum ekki komið til greina að sleppa því að fjalla um þessi mál.
„Venjuleg viðskipti venjulegs fólks eru ekki fréttnæm,“ sagði Jón Trausti og vísaði þar til þess að ekki hefði komið til greina af hálfu Stundarinnar að segja frá einhverju sem finna mætti í gögnunum en skipti ekki máli fyrir almenning.
Jón Trausti sagði blaðamenn Stundarinnar sem komu að málinu áður hafa fjallað um ýmis viðkvæm mál og að blaðamenn komist oft við vinnu sína yfir upplýsingar sem eigi ekki erindi við almenning.
Það væri einmitt hlutverk fjölmiðla, að greina þar á milli – birta það sem ætti erindi og ekki annað.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, sagði að honum þætti fáránlegt að þurfa að sitja hér í héraðsdómi og svara þessum spurningum. Hann sagði ljóst að umfjöllun Stundarinnar hefði átt erindi við almenning, enda hefði hún fjallað um þáverandi forsætisráðherra og tengsl hans við viðskiptalífið rétt fyrir hrun.
Hann sagði einnig að engar kvartanir og engar kröfur hefðu borist frá þeim aðilum sem umfjöllun Stundarinnar fjallaði um. Enn fremur sagði hann að erlendir kollegar væru margir hverjir hneykslaðir á lögbanninu, sem staðfest var 16. október síðastliðinn.
Til dæmis hefði hann verið á ráðstefnu í Suður-Afríku og þar hefðu afrískir blaðamenn, sem margir hverjir starfa við hættulegar aðstæður í heimalöndum sínum, orðið hissa er þeir heyrðu að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt lögbann á fjölmiðlana.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, og blaðamennirnir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannson voru leidd fyrir dóminn sem vitni, en þau báru öll fyrir sig 25. grein laga um fjölmiðla er lýtur að vernd heimildarmanna og svöruðu ekki spurningum lögmanns Glitnis HoldCo., sem sneru að gögnum innan úr Glitni sem umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media byggðist á.