Humarstofninum umhverfis Ísland virðist fara hrakandi og hefur minnkun veiðiheimilda ekki dugað til að hjálpa stofninum að ná sér aftur á strik. Fáar lausnir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frekar úr veiðum en útgerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyrir þann afla sem kemur á land.
Humarstofninum umhverfis Ísland virðist fara hrakandi og hefur minnkun veiðiheimilda ekki dugað til að hjálpa stofninum að ná sér aftur á strik. Fáar lausnir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frekar úr veiðum en útgerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyrir þann afla sem kemur á land.
Humarstofninum umhverfis Ísland virðist fara hrakandi og hefur minnkun veiðiheimilda ekki dugað til að hjálpa stofninum að ná sér aftur á strik. Fáar lausnir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frekar úr veiðum en útgerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyrir þann afla sem kemur á land.
Jónas Páll Jónasson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að það hafi mátt greina fyrstu merki um vandræði hjá stofninum upp úr 2011 þegar minna fór að veiðast af smáum humri.
„Þegar nóg veiðist af stórum humri eru allir nokkuð sáttir, enda betri mathumar, en ef smáa humarinn vantar er það til marks um litla nýliðun. Íslenski leturhumarinn er nokkuð langlíf tegund, getur orðið allt að 20 ára gömul og vex frekar hægt og smáhumarinn fer ekki að veiðast fyrr 4-5 ára gamall hið fyrsta. Í takt við færri smáa humra hefur veiddum humrum á hverja togmílu fækkað og greinilegt samband á milli stofnstærðarinnar og hlutfalls smærri humars.“
Humarinn hefur verið kvótasettur einna lengst allra tegunda og aflamarkið núna 1.150 tonn en var 1.300 tonn á síðasta ári. „Það eru ekki mörg ár síðan kvótinn var yfir 2.000 tonn, og þrátt fyrir minnkaðan kvóta var töluvert af aflaheimildum sem ekki tókst að nýta á síðasta veiðiári,“ útskýrir Jónas.
Erfitt er að segja til um hvað veldur því að smáum humri fer fækkandi, en Jónas segir einna líklegast að breytingar á ástandi hafsins valdi því að humarlirfurnar eigi erfiðara með að komast á legg. „Selta sjávar, sem er einn af mælikvörðunum á ástand hafsins, jókst til að mynda mjög suður af landinu á þessu tímabili, nærri humarslóðinni hér við land,“ segir Jónas.
Ítarleg umfjöllun um stöðu humarsins, viðbragðsaðgerðir og sölu til Evrópu má finna á síðu 6 í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.