„Ég er algjörlega kominn á botninn“

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 17. janúar 2018

Gaf engin fyrirmæli um framkvæmdina

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta deildar eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum. Hann ítrekaði sakleysi sitt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gaf engin fyrirmæli um framkvæmdina

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 17. janúar 2018

Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt …
Lárus Welding (t.v.) og Jóhannes Baldursson (t.h.) sitja hér ásamt verjendum í dómsal í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta deildar eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum. Hann ítrekaði sakleysi sitt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, er ákærður ásamt fjórum öðrum fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta deildar eigin viðskipta Glitnis með bréf í bankanum. Hann ítrekaði sakleysi sitt við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Ég gaf þeim engin fyrirmæli um framkvæmd viðskiptavaktar og skil því ekki að það segi í ákæru að þau hafi verið að undirlagi mínu,“ sagði Jóhannes fyrir dómi í dag.

Honum, ásamt Lárusi Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, er gert að sök í ákæru málsins að hafa lagt á ráðin um umfangsmikla markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. júní 2007 til og með 26. september 2008. Markaðsmisnotkunin hafi svo verið framkvæmd af þeim Jónasi Guðmundssyni, Valgarði Má Valgarðssyni og Pétri Jónassyni, sem störfuðu í deild eigin viðskipta Glitnis.

Fall Glitnis gríðarlegt áfall

„Nú eru liðin tíu ár frá falli Glitnis banka,“ sagði Jóhannes fyrir dóminum í dag. Hann sagði fall bankans hafa orðið sér mikið áfall, enda hafði hann lengi starfað hjá bankanum og lagt „gríðarlega mikið“ á sig til að fleyta bankanum upp úr þeim erfiðleikum sem hann stóð frammi fyrir árið 2008.

„Líf mitt síðasta áratuginn hefur snúist um þetta áfall og í raun ekkert annað,“ sagði Jóhannes, en hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir aðkomu sína að málum sem eru kennd við Stím og BK-44 og þegar afplánað um skeið á Kvíabryggju.

Hann sagðist í dag aldrei hafa skilið af hverju markaðsmisnotkunarmál Glitnis hafi tekið lengri tíma en sambærileg mál hinna gömlu bankanna, mörg ár séu liðin frá Landsbankadómi og að ekkert hafi staðið í vegi fyrir samsvarandi afgreiðslu í máli Glitnismanna.

„Ég er algjörlega kominn á botninn,“ sagði Jóhannes og sagði dómnum að hann væri eignalaus maður á fimmtugsaldri.

„Má ég ekki einhvern tímann fara að horfa til framtíðar, hef ég ekki þegar hlotið næga refsingu?“

„Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti“

Sem áður segir er Jóhannesi gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkunina, en fyrir dómnum í dag sagði hann svo ekki vera.

Í raun hefði hann „sárasjaldan“ verið í samskiptum um hlutabréfaviðskipti.

„Ég er gjaldeyrismaður og mér hefur fundist erfitt að útskýra að markaðsviðskipti er eining sem er að gera svo margt annað en að sýsla með hlutabréf. Mitt sérsvið voru ekki hlutabréfaviðskipti. Ég var bestur í sambandi við gjaldeyri, þar sem ég starfaði í tíu ár.“

Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Þorvaldsson saksóknari lagði fyrir Jóhannes nokkra tölvupósta sem hann var beðinn um að útskýra. Þar á meðal var einn stuttur póstur frá Lárusi Welding þar sem segir:

„Hvað er að gerast með bankann hver er að hamra okkur niður[?]“

Það hafði Jóhannes ekki vitneskju um, svo hann leitaði svara hjá Jónasi Guðmundssyni, starfsmanni eigin viðskipta.

Sagði Lárus ekki hafa komið fyrirmælum á framfæri

Innan bankans var Jóhannes undirmaður bankastjórans, Lárusar Welding.

Verjandi Lárusar spurði hann að því hvort Lárus hefði lagt línurnar varðandi þá háttsemi sem ákært er fyrir.

Því svaraði Jóhannes neitandi og einnig því hvort Lárus hefði beðið Jóhannes um að koma einhverjum almennum eða sérstökum fyrirmælum til starfsmanna deildar eigin viðskipta.

Jóhannes lagði áherslu á það að allir þeir sem ákærðir væru í þessu máli hefðu einfaldlega stigið inn í fjármálastofnun þar sem búið var að starfa með ákveðnum hætti til lengri tíma. Því sitji þeir nú í súpunni, ellefu árum síðar.

mbl.is