Læknar eru í dag ekki að nálgast sjúklinga út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað.
Læknar eru í dag ekki að nálgast sjúklinga út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað.
Læknar eru í dag ekki að nálgast sjúklinga út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað.
Ófeigur Tryggvi var meðal þeirra sem fluttu erindi á málstofunni „Fimmtíu skuggar ópíóíða“ hvað þurfa íslenskir læknar að vita um þá? á Læknadögum í Hörpu í morgun.
Hann tók dæmi af sjálfum sér sem heilsugæslulækni. Á tveimur dögum endurnýjaði hann 15 lyfseðla fyrir ópíóíða lyf en í flestum tilvikum var um að ræða parkódín forte. Í átta af 15 tilvikum var viðkomandi á fleiri lyfjum, svo sem svefnlyfjum eða benzódíazepín-lyfjum sem eru róandi lyf .
Að sögn Ófeigs var þetta upp til hópa fólk sem hann hafði aldrei séð áður og hann velti því fyrir sér hvort það sé vilji fyrir því að fólk sé einfaldlega í áskrift eftir slíkum lyfjum. Til að mynda fólk sem glímir við þráláta verki.
Hann fjallaði meðal annars um rannsókn sem unnin var fyrir nokkrum árum sem sýndi fram á að því meiri sem erfiðleikar fólks voru því ósáttara var það með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Að læknar gefi sér allt of lítinn tíma til að ræða við sjúklinga. Ófeigur segir að læknar eigi að taka þetta til sín og viðurkennir að hann hafi ekki tíma til að sinna fólki eins og hann vildi helst.
Eitt af því sem Ófeigur leggur til að læknar geri er að sjúklingamiða ekki þjónustuna heldur eigi að breyta ferlinu þannig að sameiginlegur skilningur sé á milli læknis og sjúklings. Því það sé ekki bara hlutverk lækna að halda sjúklingnum ánægðum. Það felist meðal annars í því að gefa ekki ópíóíða lyf nema af vel athuguðu máli.
Magnús Jóhannesson, læknir í lyfjateymi embættis landlæknis, flutti erindi um notkun ópíóíða og tengsl við lyfjaeitranir. Hann fór yfir tölur um notkun ópíóíða á Íslandi en notkunin hér er mun meiri en á öðrum Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Til að mynda væru dauðsföll vegna lyfjaeitrana átta sinnum algengari hér en í Þýskalandi.
Eitt af þvi sem embætti landlæknis hefur varað við er notkun SEM-hóstamixtúru sem er ávísað á alla aldurshópa, þar á meðal börn. Mixtúran innheldur bæði kódein og dypenhydramín sem dregur úr verkunum lyfsins. „Lyfjafræðilega er þessi blanda því heimskuleg,“ segir Magnús en mikil aukning hefur orðið í ávísunum á mixtúrunni.
Hver barnaskeið (10 ml) af mixtúrunni inniheldur um 25 mg af kódeini. Til samanburðar inniheldur ein tafla af Parkodin forte 30 mg af kódeini og er því um sterkt lyf að ræða. SEM-mixtúran er mikið notuð við hósta. Samfara mikilli aukningu í notkun mixtúrunnar handa börnum hefur þeim börnum fækkað sem fengu Parkodin eða Parkodin forte.
Væntanlega og vonandi að sögn Magnsar verður hætt að gefa lyfið hér á landi en um forskriftarlyf er að ræða.
Alvarlegasta aukaverkun ópíóíða er öndunarbæling og eru vissir hópar, m.a. börn og aldraðir, viðkvæmari en aðrir. Þeir sem umbrjóta kódein hratt eru í verulegri hættu á að fá alvarlegar aukaverkanir. Alls fengu 5.844 einstaklingar ávísað SEM-mixtúru árið 2016 sem er 19% aukning frá 2015.
Eitt þeirra ópíóða sem talsvert hefur verið rætt um er tramadól en eitthvað dró tímabundið úr notkun þess hér á landi þegar það var gert lyfseðilsskylt. Magnús segir að það ekkert hættuminna en mörg önnur lyf í þessum flokki og í Svíþjóð sé smygl á því vaxandi vandamál. Hann segir að ekki liggi fyrir tölur um hvort því sé smyglað hingað til lands en óhætt sé að tala um sprengingu í Svíþjóð frá árinu 2015.
Magnús kom einnig inn á dauðsföll vegna lyfja og segir hann að megninu til vera ungt fólk sem deyr af ofneyslu lyfja. Yfirleitt sé þetta ungt fólk sem ekki hefur fengið lyfjunum ávísað á sitt nafn heldur lyf sem gangi kaupum og sölum.
Lyfjaeitranir eru miklu miklu fleiri en lyfjadauðsföllin og biður Magnús lækni um nota lyfjagagnagrunninn óspart og alls ekki ekki ávísa ópíóíða lyfjum nema bráða nauðsyn beri til.
Hjalti Már Björnsson bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að fólk verði að átta sig á því að ópíóðar eru skaðlegir og þeir geta drepið. Alltaf verði að vega og meta hvort lyfið gerir meira gagn eða ógagn.
Verður að meta hvern og einn – ekki sama sem gildir um manneskju sem er búin að vera lengi á lyfjum en þá sem er ekki notar stöðugt lyf, segir hann en þeir læknar sem töluðu í málstofunni tóku almennt undir það sjónarmið að leita ætti leiða til að draga úr notkun ópíóíða vegna þeirrar hættu sem ákveðinn hópur er í varðandi fíkn. Ef nota eigi slík lyf eigi að gæta þess að ávísa þeim í litlum skömmtum og til skamms tíma.