10 lífsreglur Móður Teresu

10 lífsreglur | 22. janúar 2018

10 lífsreglur Móður Teresu

Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli.

10 lífsreglur Móður Teresu

10 lífsreglur | 22. janúar 2018

Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli.

Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli.

Við höldum áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa breytt heiminum að okkar mati.

Hér koma 10 lífsreglur sem vert er að tileinka sér í anda Móður Teresu.

1. Ekki tala um eigin verk

Það að geta verið frjáls í samskiptum við aðra án þess að leiðrétta, dæma eða gera ráð fyrir því að annað fólk sé á sömu vegferð, sýnir styrk. Okkur hættir til að tala og þurfum að æfa okkur í að hlusta á það sem aðrir segja og gera. Það er eitt að hlusta á orðin, annað að skoða tjáningu, raddblæ eða það sem liggur að baki.

Ef þú ert auðmjúkur þá snertir þig ekkert. Hvorki hrós né last. Vegna þess að þú veist hver þú ert. Láttu verkin þín tala fyrir sig. 

2. Lifðu lífinu þínu

Þegar við verðum of upptekin af annarra manna lífi þá gleymum við okkar eigin lífi. Oft og tíðum er einfaldara að leysa annarra vandamál en okkar eigin. Þegar þú aðstoðar aðra þá ertu ekki að gefa þeim ráð. Þú lyftir hendi og hleypur undir bagga með þeim. Það gerir þú einungis ef þú hefur andlega innistæðu til þess. 

3. Forðastu forvitni

Að mati Móður Teresu áttu að finna Guð í þögninni. Ekki með því að vera upptekinn af því að vera með nefið ofan í því sem aðrir eru að gera. Ef þú nærð að finna frið í sálinni, þá getur þú átt stund með fólki á heilbrigðan hátt. Hlustað og gefið. Það er með þögninni og frið í hjarta sem þú snertir við öðru fólki.

4. Nálgastu alla með gleði og kærleik

Fólk er alls konar, sumir eru óábyrgir, dómharðir, gera rangt og eru sjálfselskir. Elskaðu þá samt. Finndu það góða í öllum.

5. Ekki festast í að velta þér upp úr göllum annarra

Móðir Teresa talaði um að fátækt er ekki það að vanta mat eða pening, heldur skortur á virðingu, ást, samkennd og umhyggju. Nálgastu alla í lífinu sem jafningja þína og ekki síst þá sem þurfa mest á umhyggju þinni að halda. Þú ert ekki betur settur með að dæma aðra. Þá kemur þú í veg fyrir að þeir geti leitað til þín með stuðning þegar þeir þurfa mest á því að halda.

6. Ekki óttast mistök

„Ég myndi frekar vilja gera mistök þegar ég er að vinna góðverk, heldur en að gera kraftaverk í verkefnum sem eru ekki góð eða gefa gott af sér,“ sagði Móðir Teresa og lagði þannig áherslu á að við verðum að hafa gildin okkar á hreinu og reyna að stuðla að góðum verkum í heiminum.

7. Vertu kurteis jafnvel þó að þú mætir ókurteisi 

Að mati Móður Teresu er bros upphafið að góðu sambandi, jafnvel ást. Svo ef þú gefur frá þér góða strauma, þá gerir þú gott. Markmið hennar var að láta fólki líða betur eftir að hafa hitt hana. Hún reyndi því að gefa gleði til allra sem á vegi hennar urðu.

Ástin byrjar heima og það er ekki magn verkanna sem við vinnum af ást til þeirra sem okkur þykir vænt um heldur magn kærleikans í verkunum.

Móðir Teresa taldi dómhörku vera hindrun þess að við getum sýnt kærleika í garð annarra.

8. Ekki sækjast eftir því að vera elskuð/elskaður eða dáður af öðrum

Ef við erum ekki með frið í hjartanu er það vegna þess að við höfum gleymt þeirri staðreynd að við tilheyrum hvort öðru. Við erum ekki ein.

Móðir Teresa sagði: „Í lokin verðum við ekki dæmd fyrir hvað við höfum sótt okkur margar háskólagráður, eða eigum mikið af eignum eða fötum. Við verðum dæmd fyrir hvernig við komum fram við okkar minnsta bróður. Hvern við klæddum eða fæddum.“

9. Ekki fela þig á bak við metorðin þín

Eitt af því sem Móðir Teresa vildi forðast var að vera ekkert fyrir alla. Við getum ekki öll gert merkilega hluti, en við getum öll gert hluti með miklum kærleik. 

10. Veldu alltaf erfiðara verkefnið

Móðir Teresa sagði: „Vertu trúr litlum verkefnum, þá er þér treyst fyrir stærri verkefnum. Og ekki velja það sem er auðvelt í lífinu. Vertu til staðar fyrir þá sem enginn getur verið til staðar fyrir og ekki bíða eftir að einhver leiðtogi geri hlutina. Ef við hreyfum við verkefnum persóna fyrir persónu, þá breytast hlutirnir á undraverðan hátt.“

mbl.is