„Hluti af því að vera lykilstarfsmaður“

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 23. janúar 2018

Sambærileg lán áður veitt til starfsmanna

Það kann að hafa verið rætt um breytingar á umbunarkerfi Glitnis á fundum stjórnar Glitnis í aðdraganda þess að félagið lánaði fjórtán lykilstarfsmönnum nærri 6,8 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum í maí árið 2008. Sambærileg lán höfðu einnig verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum.

Sambærileg lán áður veitt til starfsmanna

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 23. janúar 2018

Lárus Welding og verjandi hans við upphaf aðalmeðferðar.
Lárus Welding og verjandi hans við upphaf aðalmeðferðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það kann að hafa verið rætt um breytingar á umbunarkerfi Glitnis á fundum stjórnar Glitnis í aðdraganda þess að félagið lánaði fjórtán lykilstarfsmönnum nærri 6,8 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum í maí árið 2008. Sambærileg lán höfðu einnig verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum.

Það kann að hafa verið rætt um breytingar á umbunarkerfi Glitnis á fundum stjórnar Glitnis í aðdraganda þess að félagið lánaði fjórtán lykilstarfsmönnum nærri 6,8 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum í maí árið 2008. Sambærileg lán höfðu einnig verið veitt til félaga í eigu starfsmanna áður en Lárus Welding hóf störf hjá bankanum.

Þetta er á meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag.

Kristín Edwald, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, sagði dóminum að hún hefði farið í gegnum sín eigin gögn frá stjórnarsetu sinni í bankanum í aðdraganda skýrslutökunnar og fundið þar minnisblað sem Kristinn Þór Geirsson hefði lagt fyrir stjórnina.

Kristinn Þór greindi sjálfur frá því að hann ræki minni til þessarar kynningar í vitnisburði sínum í gær. Þar sagðist hann hafa kynnt útfærslu á umbunarkerfi fyrir starfsmenn sem hefði minni efnahagsleg áhrif á bankann en hefðbundnir kaupréttarsamningar.

Aðrir stjórnarmenn könnuðust ekki við umræðu í stjórninni um lánveitingarnar.

Hvort sú útfærsla sem síðan varð fyrir valinu við lánveitingar til starfsmanna var rædd á fundinum gat Kristín þó hvorki staðfest né neitað, enda tæp tíu ár liðin frá téðum stjórnarfundi. Að sögn Kristínar voru þó allar formlegar ákvarðanir sem teknar voru á stjórnarfundum Glitnis bókaðar í fundargerð.

Kristín Edwald, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, hér í hlutverki verjanda …
Kristín Edwald, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, hér í hlutverki verjanda í Marple-málinu. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnarformaðurinn hafði sterkar skoðanir

Hún man ekki til þess að Þorsteinn Már Baldvinsson, þá stjórnarformaður, hafi fengið umboð stjórnar til að skrifa undir lánabeiðnir vegna hlutabréfakaupa starfsmanna.

Eins og áður hefur komið fram var Þorsteinn Már mjög á móti kaupréttarsamningum, sem voru kostnaðarsamir í reikningum bankans þrátt fyrir að vera verðlausir fyrir starfsmennina sjálfa.

„Mig rámar í umræður um þetta og stjórnarformaðurinn hafði mjög sterkar skoðanir á þessum kaupréttum,“ sagði Kristín. Hún lýsti því að henni þætti „ekkert ólíklegt“ að lánveitingar til hlutabréfakaupa hafi komið upp í þessu samhengi.

Man ekki til þess að hafa fengið samþykki stjórnar

Sólveig Ágústsdóttir, fyrrverandi lánastjóri á fyrirtækjasviði Glitnis, framkvæmdi millifærslur vegna lánveitinga til félaga í eigu starfsmannana fjórtán.

Hörður Felix Harðarson, framkvæmdastjóri lögfræði- og regluvörslusviðs bankans, sendi henni tölvupóst og bað hana um að færa viðskiptin í gegn. Hún spurði þá Hörð hvort stjórnin hefði samþykkt þetta og Hörður sagði svo vera, en samþykktin sjálf hefði ekki borist formlega.

Sólveig minntist þess ekki hvort samþykki stjórnar hefði nokkru sinni borist henni, enda langt um liðið síðan atburðirnir áttu sér stað.

Hafði fengið sambærilegt lán áður

Fyrir dóminn komu tveir af fjórtánmenningunum sem fengu lán til hlutabréfakaupa. Annar þeirra, Eggert Þór Kristófersson, þáverandi framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á Íslandi og í Finnlandi, sagðist hafa átt annað félag sem „gerði það sama í byrjun árs 2007,“ en á þeim tíma var Bjarni Ármannsson enn forstjóri bankans.

„Þetta var bara hluti af því að vera lykilstarfsmaður í bankanum að fá að eiga svona viðskipti,“ sagði Eggert, sem starfað hafði innan Glitnis og forvera hans frá því á síðustu öld. Hann sagði Bjarna Ármannsson og fleiri aðila hafa haft svipað fyrirkomulag á hlutunum.

„Þeir voru allir með félög sem fjármögnuð voru af bankanum,“ sagði Eggert.

Hann sagði það ekki hafa verið sína upplifun að lánveitingarnar hefðu verið hluti af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir í þessu máli. Aldrei hefði hann grunað að verið væri að nota hann sem leiksopp í einhverju slíku.

Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis lýkur á morgun.

mbl.is