Nöfn 330 kvenna enn órannsökuð

Uppreist æru | 25. janúar 2018

Nöfn 330 kvenna enn órannsökuð

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir telja mikilvægt að lögregla rannsaki í þaula minnisbók Roberts Downey sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, en aldur þeirra virðist einnig hafa verið settur fyrir aftan nöfnin. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem þau rita í Fréttablaðið í dag.

Nöfn 330 kvenna enn órannsökuð

Uppreist æru | 25. janúar 2018

Bergur Þór og Eva Vala rita grein um minnisbók Roberts …
Bergur Þór og Eva Vala rita grein um minnisbók Roberts Downey í Fréttablaðinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir telja mikilvægt að lögregla rannsaki í þaula minnisbók Roberts Downey sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, en aldur þeirra virðist einnig hafa verið settur fyrir aftan nöfnin. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem þau rita í Fréttablaðið í dag.

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir telja mikilvægt að lögregla rannsaki í þaula minnisbók Roberts Downey sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, en aldur þeirra virðist einnig hafa verið settur fyrir aftan nöfnin. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem þau rita í Fréttablaðið í dag.

Benda þau á að fram hafi komið í fjölmiðlum að yfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni, fyrir utan fimm þeirra sem sannað er að Robert hafi brotið gegn. Dóttir Bergs og Evu er ein þeirra.

„Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau jafnframt.

Tilefni skrifa þeirra er opinn fundur sem haldinn var í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrr í janúar þar sem rætt var um varðveislu sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Hvarf verðmæta sem gerð voru upptæk eftir húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts sem Önnu Katrínu Snorradóttur sem henni hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. Anna hefur lagt fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot.

„Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ skrifa Bergur og Eva.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu sagði á áðurnefndum fundi: „Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfsögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“

Bergur og Eva segja að Anna Katrín hljóti að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Benda þau á að á blaði númer 32 í bókinni standi talan 16 fyrir aftan nafn einnar stúlku. Aldurinn sé hins vegar ekki réttur í þessu tilfelli.

„Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.“

mbl.is