„#metoo sannar að ein hugrökk manneskja getur kveikt neista í öðrum að fylgja með. Andlegt ofbeldi á vinnustað, skóla, heimili og öðrum vettvöngum birtist ekki aðeins í kynferðislegri misnotkun þótt hræðilegt sé. Einelti og önnur meiðandi hegðun fólks gagnvart öðrum er jafnslæm,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli:
„#metoo sannar að ein hugrökk manneskja getur kveikt neista í öðrum að fylgja með. Andlegt ofbeldi á vinnustað, skóla, heimili og öðrum vettvöngum birtist ekki aðeins í kynferðislegri misnotkun þótt hræðilegt sé. Einelti og önnur meiðandi hegðun fólks gagnvart öðrum er jafnslæm,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli:
„#metoo sannar að ein hugrökk manneskja getur kveikt neista í öðrum að fylgja með. Andlegt ofbeldi á vinnustað, skóla, heimili og öðrum vettvöngum birtist ekki aðeins í kynferðislegri misnotkun þótt hræðilegt sé. Einelti og önnur meiðandi hegðun fólks gagnvart öðrum er jafnslæm,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli:
Ég hef þurft að glíma við gömul og ný áföll í formi andlegs ofbeldis sem rústuðu mér og mínu lífi. Ég tókst ekki á við það fyrr en ég var ekki aðeins andlega örmagna heldur líka líkamlega. Ég hef frá fyrsta bataskrefinu „haft hátt“ um mína reynslu í gegnum marga opinbera pistla, viðtöl og statusa á Facebook. Vissulega fengið sterk og þakklát viðbrögð sem hafa gefið mér mikið. Ekkert ánægjulegra en að vita að mitt hugrekki að tjá mig opinberlega hjálpi öðrum. Já það þarf hugrekki og kjark til að gera þetta en ég var kannski svo góðmennskan uppmáluð og jafnvel barnalegur í hugsun, að mér þótti þetta sjálfsagt. Að auki hélt ég að það væru mikið fleiri en ég að gjamma. Þeir eru nokkrir en mér brá að upplifa þögnina um andleg veikindi almennt og þ.á m. andlegt ofbeldi.
Þetta er nefnilega enn tabú í íslensku samfélagi. Þeir tugir eða hundruðin sem hafa skrifað mér sýna hver ástæðan er. Ótti við fordóma. Dómhörku fólks sem ekki vill sýna skilning og umburðarlyndi. Fólk jafnvel veigrar [sér við] að leita sér hjálpar af ótta við að t.d. missa vinnuna sína! Eða viðbrögð nánustu svo ég nefni eitthvað. Persónulega hef ég gengið einn og óstuddur þennan veg en kvarta ekki. Aðrir hafa stuðning sem er vel en betra að hafa engan stuðning en slæman! Mín skoðun.
Ég hef verið fyrirferðarmikill í minni tjáningu og þó að langflestir þakki fyrir þá fæ ég stundum að vita að fólk sé orðið þreytt á gjamminu í mér. Við eigum öll rétt á okkar skoðun og ég ætlast ekki til að allir klappi. Hins vegar fá svona viðbrögð mig til að hugsa og eitt slíkt kom nýlega.
Þá kemur kjarni málsins. Ég vildi óska að byltingin sem #metoo hefur haft smiti aðrar aðferðir við andlegt ofbeldi, s s. einelti. Ég veit að um það ríkir þöggun líkt og viðhorf til andlegra veikinda. Ég er sjálfur með sögu um andlegt ofbeldi á mínum síðasta vinnustað. Ég viðurkenni að ég hef veigrað mér að birta af ótta við slæmar afleiðingar. Af sama vinnustað eru fleiri dæmi. Mjög ljót. Sem þýðir að þetta er úti um allt um allt íslenskt samfélag.
Þó að ég fari illa í taug einhverra þá mun ég aldrei hætta að hafa hátt svo lengi sem ég lifi. Ég þekki sársaukann, fordómana og hversu erfitt er að komast á lappir á ný í þessu velferðarþjóðfélagi. Ég er kannski enn þá barnalega vitlaus að halda ég geti breytt einhverju? Réttlætiskenndin mín er sterk og ég óska engum að upplifa sömu þjáningar og ég. Þess vegna er ég að þessu.
En endurtek. Mig dreymir að vera bara tannhjól í stórri #metoo-byltingu þar sem fjöldi fólks stígur fram og opnar á sína reynslu. Ekki létt og ég dáist að ykkur konum að hafa stigið skrefin. Veit að það er erfitt.
Andlegt ofbeldi er banvænt. Aldrei gleyma því. Rífum okkur upp úr forneskjulegum viðhorfum og tölum saman fordómalaust. Um allar tegundir andlegs ofbeldis. Ekki láta ljóta fólkið stýra lengur. Flest erum við fallegar manneskjur sem viljum vel. Sá hópur á að yfirgnæfa hina. Ég hef gert mitt besta til þess. Það þarf meira til.
Með von um aukna umræðu og byltingu. #metoo #eghefhatt.
Góðar stundir elskuleg!