Grundvallarmunur á málunum þremur

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 1. febrúar 2018

Tilkynning um viðskiptavakt í gildi

„Auðvitað muna vitnin bara ekki neitt,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, um aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en ákært er vegna brota sem áttu sér stað á árunum 2007 og 2008.

Tilkynning um viðskiptavakt í gildi

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 1. febrúar 2018

Reimar Pétursson verjandi fremst til vinstri og umbjóðandi hans, Jóhannes …
Reimar Pétursson verjandi fremst til vinstri og umbjóðandi hans, Jóhannes Baldursson, fyrir miðju. mbl.is/Hari

„Auðvitað muna vitnin bara ekki neitt,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, um aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en ákært er vegna brota sem áttu sér stað á árunum 2007 og 2008.

„Auðvitað muna vitnin bara ekki neitt,“ sagði Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, um aðalmeðferðina í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en ákært er vegna brota sem áttu sér stað á árunum 2007 og 2008.

„Það er verið að fjalla um tíu og ellefu ára gömul atriði og menn meira og minna bara muna ekkert,“ sagði Reimar og benti á að allt það minnisleysi sem vitnin í málinu hefði borið fyrir sig ætti að meta umbjóðanda sínum í hag, vegna alls þess tíma sem tapast hefur í þessu máli.

Hann sagði einnig að Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, yrði ekki dæmdur fyrir þá sök að stjórnendur hjá Landsbanka og Kaupþingi hefðu verið dæmdir í sambærilegum málum. Krafðist Reimar sýknu fyrir hönd umbjóðanda síns og ef svo færi að hann yrði sakfelldur, yrði honum ekki gerð frekari refsing.

Tíu ár séu liðin frá meintum brotum og Jóhannes hafi þegar verið sakfelldur í Hæstarétti í BK-44 málinu svokallaða og afplánað þriggja ára dóm vegna þess. Að auki hafi hann verið dæmdur í héraðsdómi til fangelsisvistar vegna Stím-málsins núna í desember síðastliðnum.

Reimar sagði það ekki geta staðist, „í svona sæmilega manneskjulegu kerfi,“ að menn tapi fimmtán árum af ævi sinni vegna þessara mála. Tafirnar á málinu á líf Jóhannesar hafi nú þegar verið þrúgandi, en saksóknari krefst eins árs hegningarauka yfir Jóhannesi í þessu máli.

Glitnir hafi verið með formlega viðskiptavakt

Deilt hefur verið um það í þessu máli, hvort Glitnir hafi verið með viðskiptavakt í eigin bréfum. Reimar segir svo hafa verið og sagði dapurlegt að ákæruvaldið hefði ekki kannað það betur.

„Það er grundvallarmunur á máli Glitnis og Landsbankans og Kaupþings,“ sagði Reimar og bætti því það væri óhrekjanleg staðreynd að Glitnir hefði verið með formlega viðskiptavakt.

„Þetta var tilkynnt með pompi og prakt í Kauphöll 2. júlí 1998,“ sagði Reimar og vísaði til fréttar Morgunblaðsins um málið á sínum tíma, þar sem formaður Kauphallarinnar (Verðbréfaþings), fagnaði framtakinu.

Þessi tilkynning hefði aldrei verið felld úr gildi og ekki hefðu verið gerðar neinar athugasemdir við starfsemina af hálfu Kauphallar, FME, regluvarðar Glitnis eða innra eftirlits bankans.

„Það datt engum í hug að þetta væri óheimilt,“ sagði Reimar.

Betra að veifa röngu tré en öngvu

Reimar ræddi um að það væri athyglisvert að í þessu máli væri gjarnan vísað til þess hversu sambærileg sakarefnin væru þeim sem þegar hefur verið fjallað um í markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans.

Þó hafi forstöðumaður deildar eigin viðskipta einungis sloppið við ákæru í máli Glitnis, en það er Magnús Pálmi Örnólfsson.

„Ákæruvaldið segir að hann hafi ekki gert neitt saknæmt,“ sagði Reimar, en virðist þó efast um þær skýringar. Hann vísaði til framburðar Gríms Grímssonar, sem sagði fyrir dómi að Magnúsi Pálma hefði „mátt vera ljóst“ að framburður hans í Stím-málinu, þar sem hann fékk friðhelgi fyrir dómi, myndi leiða til þess að honum yrði ekki gert ákæra í öðrum tengdum málum.

Hann sagði ljóst að ákæruvaldinu þætti „betra að veifa röngu tré en öngvu“, Magnús Pálmi væri ekki ákærður og því væri skjólstæðingur hans bara ákærður í staðinn.

mbl.is