Hver viltu vera?

Hver viltu vera?

„Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að kalla andlegt ofbeldi, höfðu unnið á vinnustaðnum um árabil,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Hver viltu vera?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi | 1. febrúar 2018

Aldís Pálsdóttir

„Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að kalla andlegt ofbeldi, höfðu unnið á vinnustaðnum um árabil,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

„Eitt sinni vann ég á vinnustað þar sem menningin einkenndist af útilokun og flokkadráttum. Sumt fólk á vinnustaðnum notaði gagngert særandi orð gegn þeim sem af einhverjum ástæðum þeir höfðu valið að níðast á. Þetta var þó gjarnan gert undir fjögur augu svo engin vitni voru að hegðuninni. Vandamálið var því bæði dulið og óáþreifanlegt. Þeir sem beittu þessarri tegund hegðunar, sem ég leyfi mér að kalla andlegt ofbeldi, höfðu unnið á vinnustaðnum um árabil,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Áhrif neikvæðrar menningar

Eftir að hafa unnið við markþjálfun í tæpan áratug, veit ég fyrir víst að sambærileg menning þrífst enn á mörgum vinnustöðum landsins. Þar að auki er þetta vandamál sem á sér hliðstæðu víða um heim. Margir upplifa útilokun og vanvirðingu sem hluta af daglegu lífi á vinnustaðnum.

Á sumum vinnustöðum er eins og tveir menningarheimar mætist. Þar eru þeir sem sýna af sér neikvæða hegðun og svo eru hinir sem ekki taka þátt í slíkri hegðun og halda þá gjarnan hópinn.

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það hefur gjarnan djúpstæð áhrif á fólk að búa við neikvæðni. Hvort sem við sem einstaklingar tökum þátt í þeirri hegðun sem einkennir slíka menningu eður ei, þá hefur neikvæðnin áhrif á okkur.

Þeir sem hafa unnið eða jafnvel vinna enn á vinnustöðum þar sem menningin einkennist af neikvæðni, eiga oft í átökum innra með sér. Við fyrstu sýn virðist það oft auðveldara að verða hluti af neikvæðri menningu heldur en að breyta henni til hins betra.

Hver vilt þú vera?

Við stöndum frammi fyrir vali á hverjum einasta degi. Hver viljum við vera? Viljum við taka þátt í að viðhalda menningu þar sem sumir eru útilokaðir – eða viljum við stöðva slíka hegðun? Þrátt fyrir að við upplifum valdaleysi gagnvart þeirri menningu sem við erum hluti af, er það í raun og veru á okkar valdi að taka þátt í að breyta henni til batnaðar.

Öll eigum við okkur fyrirmyndir og ef vel er að gáð geta þær verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Stundum virka neikvæðu fyrirmyndirnar eins og víti til varnaðar, ef svo má segja. Með öðrum orðum, við viljum ekki líkjast þeim.

En jákvæðu fyrirmyndirnar eru oftast fleiri og áhrif þeirra djúpstæðari. Það er góð leið til aukinnar sjálfsþekkingar að vera sér meðvitaður um hverjar þessar góðu fyrirmyndir eru. Skrifa jafnvel niður hvað einkennir þetta fólk og hvers vegna við lítum upp til þess.

Rannsakendur sem safnað hafa upplýsingum um fyrirmyndir hafa komist að því að flest lítum við upp til fólks sem stendur okkur nærri. Það er gjarnan náinn ættingi eða fjölskylduvinur sem við höfum kynnst vel. Það merkilega er að þrátt fyrir að við setjum fyrirmyndir okkar á stall að einhverju leyti, þá gerum við okkur jafnframt grein fyrir að þetta er fólk sem bæði er gætt kostum og göllum.

Fyrirmyndir eru gjarnan fólk sem hefur fundið styrk til að sigrast á hindrunum og vaxið í kjölfar áfalla. Fólk sem tekur upp hanskann fyrir öðrum og berst fyrir því sem er rétt. Ekki vegna þess að það sé því sjálfu til framdráttar, heldur vegna þess að það hefur sterkan innri áttavita eða siðferðiskennd.

Við erum samfélagið

Það getur verið auðveldara að horfa í hina áttina þegar aðrir eru beittir misrétti og flest erum við sek um að hafa gert það. En staðreyndin er sú að við erum samfélagið.

Ef þú vinnur á vinnustað þar sem menningin er skaðleg, getur verið gott að muna að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þú getur verið sú eða sá sem stígur fyrsta skrefið í átt að breytingum. Það þarf nefnilega ekki nema einn til að brjóta munstrið.

mbl.is