Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, hélt sóknarræðu sína er aðalmeðferð málsins var fram haldið í morgun. Hann sagði vörn sakborninga í málinu vera að miklu leyti þá sömu og í fyrri markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans sem Hæstiréttur hefur þegar kveðið upp dóm í. Leyfði hann sér að vísa til þeirra dóma í málflutningi sínum og varð því ræða hans töluvert styttri en ella.
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, hélt sóknarræðu sína er aðalmeðferð málsins var fram haldið í morgun. Hann sagði vörn sakborninga í málinu vera að miklu leyti þá sömu og í fyrri markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans sem Hæstiréttur hefur þegar kveðið upp dóm í. Leyfði hann sér að vísa til þeirra dóma í málflutningi sínum og varð því ræða hans töluvert styttri en ella.
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, hélt sóknarræðu sína er aðalmeðferð málsins var fram haldið í morgun. Hann sagði vörn sakborninga í málinu vera að miklu leyti þá sömu og í fyrri markaðsmisnotkunarmálum Kaupþings og Landsbankans sem Hæstiréttur hefur þegar kveðið upp dóm í. Leyfði hann sér að vísa til þeirra dóma í málflutningi sínum og varð því ræða hans töluvert styttri en ella.
Fimm sakborningar eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun vegna kaupa Glitnis banka á hlutabréfum í sjálfum sér. Jónas Guðmundsson, Pétur Jónasson og Valgarð Már Valgarðsson, fyrrum starfsmenn eigin viðskipta Glitnis eru ákærðir fyrir að framkvæma markaðsmisnotkunina með umfangsmiklum viðskiptum með eigin bréf bankans í Kauphöll Íslands.
Saksóknari fer fram á skilorðsbundna dóma yfir þeim þremur, frá 6-18 mánuðum í ljósi þess að þeim hafi ekki áður verið gerð refsing og einnig vegna stöðu þeirra innan bankans, en sjálfir hafa þeir lýst sér sem einskonar starfsmönnum á plani.
Þá eru þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Lárus Welding, þá forstjóri, einnig ákærðir fyrir hlutabréfakaupin, en saksóknari sagði ótvírætt að þau hefðu farið fram með vitund þeirra og vilja.
Saksóknari fer fram á eins árs hegningarauka yfir Jóhannesi, en hann hefur áður verið dæmdur í sambærilegum málum.
Lárus Welding er að auki ákærður í tveimur liðum til viðbótar í þessu máli, fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna sölu bankans á hlutabréfum til fjórtán starfsmanna bankans.
Saksóknari fer ekki fram á frekari refsingu yfir Lárusi, vegna fyrri dóma sem hann hefur hlotið fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun, alls sex ára fangelsi, en það er hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi.
Við vitnaleiðslur í málinu hefur saksóknari ítrekað borið endurrit símtala fyrir vitni í málinu. Björn sagði í dag að þessi símtöl varpi ljósi á það að þremenningarnir sem störfuðu í deild í eigin viðskipta hefðu gert sért fulla grein fyrir því óeðlilega magni kauptilboða sem þeir lögðu fram í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöll Íslands og hver tilgangur þessara viðskipta hafi verið – að halda uppi verði hlutabréfa í bankanum.
Í einu þessara símtala sagði Pétur Jónasson við viðmælanda sinn: „Tók GLB upp í 27,75,“ og saksóknari bendir á að þann sama dag hafi gengið hlutabréfa í Glitni banka skyndilega hækkað um 5,1%, er Pétur keypti 30 milljónir hluta í bankanum.
Einhver símtöl vörpuðu einnig ljósi á það að deild eigin viðskipta fylgdist með hvernig sambærilegar deildir í hinum stóru bönkunum tveimur stunduðu svipuð viðskipti með eigin bréf, að sögn Björns.
Í raun sagði Björn að símtölin sýni hvernig menn hafi verið að „æsa hvorn annan upp í vitleysuna.“
Ákærðu hefðu auk þess vitað að „útilokað“ væri að selja bréf Glitnis í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, enda hefði þá komið í ljós að engin eftirspurn væri eftir bréfum í bankanum, sem hefði leitt til lækkunar á gengi hlutabréfa í bankanum.
Saksóknari sagði liggja fyrir að brotin, sem framkvæmd hefðu verið af þremenningunum í deild eigin viðskipta, hefðu verið með fullri vitneskju Jóhannesar og Lárusar og því bæri að sakfella yfirmennina tvo.
Glitnir seldi 14 einkahlutafélögum í eigu fjórtán starfsmanna bankans hlutabréf fyrir um sjö milljarða króna í maí árið 2008. Kaupin voru að fullu fjármögnum af bankanum sjálfum. Saksóknari sagði að í þessum viðskiptum hefði allt verið gert „til að láta bankann líta betur út út á við en raunin hefði verið.“
Áhættan vegna hlutabréfanna hefði enn verið öll á bankanum, og því hefði salan á hlutabréfunum til starfsmannana fjórtán verið „skólabókardæmi um sýndarviðskipti“.
Verjendur munu halda sínar málflutningsræður eftir hádegi í dag og ljúka þeim á morgun.