Dr. Marthin Luther King var í lifanda lífi áhrifavaldur í lífi margra. Hann beindi sjónum fólks á hluti sem skipta máli í lífinu. Kom fram með fullyrðingar sem voru nýjar af nálinni og nálgaðist öll viðfangsefni af kærleika og ást. Þótt hann hafi ekki náð að lifa löngu lífi, voru áhrif hans á heiminn stórkostleg og hefur hann sýnt okkur og sannað að það er hægt að hafa mikil áhrif á samfélagið með orðið eitt að vopni.
Dr. Marthin Luther King var í lifanda lífi áhrifavaldur í lífi margra. Hann beindi sjónum fólks á hluti sem skipta máli í lífinu. Kom fram með fullyrðingar sem voru nýjar af nálinni og nálgaðist öll viðfangsefni af kærleika og ást. Þótt hann hafi ekki náð að lifa löngu lífi, voru áhrif hans á heiminn stórkostleg og hefur hann sýnt okkur og sannað að það er hægt að hafa mikil áhrif á samfélagið með orðið eitt að vopni.
Dr. Marthin Luther King var í lifanda lífi áhrifavaldur í lífi margra. Hann beindi sjónum fólks á hluti sem skipta máli í lífinu. Kom fram með fullyrðingar sem voru nýjar af nálinni og nálgaðist öll viðfangsefni af kærleika og ást. Þótt hann hafi ekki náð að lifa löngu lífi, voru áhrif hans á heiminn stórkostleg og hefur hann sýnt okkur og sannað að það er hægt að hafa mikil áhrif á samfélagið með orðið eitt að vopni.
Við höldum áfram að skoða lífsreglur þeirra sem hafa haft áhrif á söguna.
Elskaðu óvini þína
Martin Luther King sagði: „Þú lýsir ekki upp myrkur með myrkri, heldur með ljósi. Að sama skapi þá eyðir þú ekki hatri með hatri, heldur ást. Ást er í raun eina vopnið sem við höfum til að breyta óvini í vin.“
„Ástin stýrir ekki eða stjórnar. Hún byggir upp og er skapandi. Að sama skapi er eitthvað við hatrið sem rífur niður og eyðileggur. Svo elskaðu óvini þína.“
Tileinkaðu þér fyrirgefningu
„Við þurfum að vera dugleg að tileinka okkur það að fyrirgefa. Því sá sem getur ekki fyrirgefið getur ekki elskað. Þegar við gerum okkur grein fyrir að það er til gott í okkur öllum, einnig okkar versta fólki. Að sama skapi að það sé vont í okkur öllum, einnig okkar besta fólki. Þá öðlumst við hæfnina til að fyrirgefa og förum að sjá samfélagið í alls konar litatónum, ekki bara í svörtu og hvítu.“
Ekki yfirgefa neinn
Samkvæmt King geta ekki orðið til djúp særindi án djúprar ástar. „Ef þú hefur það hugfast þá verður það sífellt meiri áskorun að ganga í burtu frá ástvini, jafnvel þótt hann sé óréttlátur eða ósanngjarn. Ef einhver er sár út í þig og ásakar þig, jafnvel þótt ásökunin sé röng, verður þú að hlusta. Því þú skiptir máli þegar reiðin beinist gegn þér.“
Gerðu gott
Samkvæmt King fáum við fjölmörg tækifæri í lífinu til að hefna okkar á óvinum okkar, að drottna yfir þeim og sigra. „Þegar við fáum slík tækifæri, þá er mikilvægt að muna að þú ætlar ekki að sigra hann. Við fáum fjölmörg tækifæri til að aðstoða óvini okkar sem við eigum að grípa. Því raunverulegur sigur yfir hinu illa, er með hinu góða.“
Elskaðu sjálfan þig
Samkvæmt King eigum við mörg erfitt með að elska okkur sjálf. Þegar við erum á þeim stað erum við í djúpum tilfinningalegum átökum við okkur og aðra. Af þeim sökum verður þú að leitast við að elska sjálfan þig. „Mundu að grunnforsendan fyrir sjálfsást er samþykki. Að þú sættist við þig.“
Leyfðu þér að dreyma
„Mig hefur alltaf dreymt um að börnin mín fjögur lifi þann dag að þau verði ekki dæmd fyrir hörundslit sinn heldur manngerð sína.“
Þitt rétta eðli
„Sannur mælikvarði á eðli okkar er ekki hvernig við komum fram þegar okkur líður vel og við erum innan þægindarammans, heldur hvernig við högum okkur þegar reynir á á tímum óvissu. Mundu að þar kemur þitt sanna eðli fram.“
Haltu áfram að krefjast
King segir að frelsi sé aldrei gefið af þeim sem kúgar, heldur krafist af þeim sem eru bældir. Þess vegna er svo mikilvægt að muna að við þurfum að halda áfram að krefjast aukinna réttinda af þeim sem hafa tekið til sín völdin.
Auga fyrir auga gerir heimsbyggðina blinda
King trúir ekki orðatiltækinu „auga fyrir auga“. „Að mínu viti gerir auga fyrir auga heimsbyggðina blinda.“
Taktu þér stöðu
„Óttaslegnir spyrja – er þetta öruggt? Tækifærisinnar spyrja – er þetta pólitískt rétt? Tækifærisinnar spyrja – er þetta vinsælt? Réttlátur spyr – er þetta rétt? Í lífinu koma fjölmörg tækifæri fyrir okkur til að gera hluti sem eru hvorki öruggir né vinsælir en við verðum að gera þá því það er hið eina rétta.“