Pústgreinar í tætlum

Formúla-1/Mercedes | 6. febrúar 2018

Pústgreinar í tætlum

Mercedesstjórinn Toto Wolff viðurkennir í samtali að liðið hafi gengið fram á ystu nöf við hönnun og þróun keppnisbílsins sem teflt verður fram á komandi keppnistíð.

Pústgreinar í tætlum

Formúla-1/Mercedes | 6. febrúar 2018

Valtteri Bottas nær og Lewis Hamilton fjær á leið til …
Valtteri Bottas nær og Lewis Hamilton fjær á leið til tvöfalds sigurs í síðasta kappakstri ársins 2017. AFP

Mercedesstjórinn Toto Wolff viðurkennir í samtali að liðið hafi gengið fram á ystu nöf við hönnun og þróun keppnisbílsins sem teflt verður fram á komandi keppnistíð.

Mercedesstjórinn Toto Wolff viðurkennir í samtali að liðið hafi gengið fram á ystu nöf við hönnun og þróun keppnisbílsins sem teflt verður fram á komandi keppnistíð.

Þetta játar Wolf í samtali við ítalska íþróttadagblaðið Corriere dello Sport sem segir það vera svar Mercedes fyrir aukinni samkeppni við Ferrari og Red Bull í fyrra að taka meiri áhættu í bílhönnuninni til að bæta getu hans.

Til marks um þetta segir blaðið að mikinn fjölda sprunginna pústgreina sé að finna í bílsmiðjunni í Brixworth í Englandi eftir veturinn. Mun titringur frá styttri og smærri gírkassa sem olli sprungunum.  

„Aldrei gengur allt samkvæmt áætlun því við erum alltaf að prófa þolmörkin með því að reyna létta bílinn eins mikið og mögulega er unnt. Ég myndi segja að veturinn hafi verið góður. Það komu engin stórvandamál upp en stressið er samt alltaf fyrir hendi,“ hefur blaðið eftir Wolff.

mbl.is