Líkamsleifar frönsku stúlkunnar fundnar

Líkamsleifar frönsku stúlkunnar fundnar

Líkamsleifar níu ára gamallar franskrar stúlku, Maelys de Araujo sem hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beau­vois­in, aðfar­arnótt 27. ág­úst síðastliðinn, hafa fundist en saksóknari greindi frá því í dag.

Líkamsleifar frönsku stúlkunnar fundnar

Hvarf níu ára gamallar stúlku - Maëlys de Araujo | 14. febrúar 2018

Maëlys De Araujo hvarf í brúðkaupi frænku sinnar aðfaranótt 27. …
Maëlys De Araujo hvarf í brúðkaupi frænku sinnar aðfaranótt 27. ágúst en hún var myrt. Skjáskot/Twitter

Líkamsleifar níu ára gamallar franskrar stúlku, Maelys de Araujo sem hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beau­vois­in, aðfar­arnótt 27. ág­úst síðastliðinn, hafa fundist en saksóknari greindi frá því í dag.

Líkamsleifar níu ára gamallar franskrar stúlku, Maelys de Araujo sem hvarf úr brúðkaupi í bænum Pont-de-Beau­vois­in, aðfar­arnótt 27. ág­úst síðastliðinn, hafa fundist en saksóknari greindi frá því í dag.

Líkamsleifarnar fundust eftir að hinn 34 ára gamli Nordahl Lelandais játaði að hafa myrt stúlkuna. Lelandais kveðst hafa myrt stúlkuna óvart, án þess að nánar sé farið út í aðdragandann.

Lelandais greindi frá þessu eftir að lögregla fann blóð úr Maelys á bílnum hans. 

Lelandais sagðist hafa losað sig við líkið og bað foreldra stúlkunnar afsökunar, samkvæmt saksóknara í málinu; Jean-Yves Cowuillat. 

mbl.is