Mjög breytt útlit hjá Red Bull

Formúla-1/Red Bull | 19. febrúar 2018

Mjög breytt útlit hjá Red Bull

Red Bull hefur birt myndir á netinu af 2018-bíl sínum en frumakstur hans átti sér stað í Silverstone brautinni í Englandi í dag. Sá Daniel Ricciardo um aksturinn.

Mjög breytt útlit hjá Red Bull

Formúla-1/Red Bull | 19. febrúar 2018

Red Bull hefur birt myndir á netinu af 2018-bíl sínum en frumakstur hans átti sér stað í Silverstone brautinni í Englandi í dag. Sá Daniel Ricciardo um aksturinn.

Red Bull hefur birt myndir á netinu af 2018-bíl sínum en frumakstur hans átti sér stað í Silverstone brautinni í Englandi í dag. Sá Daniel Ricciardo um aksturinn.

Skítaveður var í brautinni en liðið lét það ekki á sig fá en samkvæmt reglum formúlunnar mátti Ricciardo að hámarki aka 100 km.

Hafi bíllinn verið í endanlegum litum er um talsverðar breytingar að ræða frá í fyrra. Það kemur í ljós er bílprófanir hefjast í Barcelona í næstu viku.

mbl.is