Þróa gott úr góðum bíl

Formúla-1/Mercedes | 22. febrúar 2018

Þróa gott úr góðum bíl

Valtteri Bottas skaust nokkra hringi í Silverstone í dag, áður en Mercedesliðið svipti keppnisbíl ársins formlega hulum.

Þróa gott úr góðum bíl

Formúla-1/Mercedes | 22. febrúar 2018

Valtteri Bottas skaust nokkra hringi í Silverstone í dag, áður en Mercedesliðið svipti keppnisbíl ársins formlega hulum.

Valtteri Bottas skaust nokkra hringi í Silverstone í dag, áður en Mercedesliðið svipti keppnisbíl ársins formlega hulum.

Tilgangur akstursins var að ganga úr skugga um að vélkerfi og aðrir hlutar bílsins virkuðu sem skyldi.

Í megin atriðum er að sjá sem þessi bíll sé áframþróun á keppnisbíl Mercedes frá í fyrra. Uggi aftan á vélarhlífinni er þó sýnilega frábrugðinn því sem er að finna á t.d. nýsýndum bílum  Williams, Haas og Renault.

Liðsstjórinn Toto Wolff segir að liðið hafi haldið rækt sinni við þá hönnunarstefnu sem stuðst hefur verið við um nokkurra ára skeið. Því byggi bíllinn á traustum grunni. Gaf hann til kynna að mesta púðrið í þróunarvinnunni í vetur hafi verið að öðlast betri skilning á eðli torræðra þátta eins og að viðhalda hraða bílsins um leið og akstursgeta hans væri þróuð og efld.

mbl.is