„„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með.“ Þessi orð þekkja flestir, enda marka þau upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það er tilvalið að rifja þau upp nú á páskaföstunni og setja þau í samhengi við hið daglega líf í nútímanum.
„„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með.“ Þessi orð þekkja flestir, enda marka þau upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það er tilvalið að rifja þau upp nú á páskaföstunni og setja þau í samhengi við hið daglega líf í nútímanum.
„„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með.“ Þessi orð þekkja flestir, enda marka þau upphaf Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Það er tilvalið að rifja þau upp nú á páskaföstunni og setja þau í samhengi við hið daglega líf í nútímanum.
Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli:
Öðruvísi fasta
Sprengidagurinn markar upphaf páskaföstunnar. Hefðin var sú að þá gafst tækifæri til að neyta kjötmetis í síðasta skipti í 40 daga eða fram að páskamáltíðinni sem gjarnan var páskalamb. Þó sumir haldi þessar hefðir eflaust enn í dag, lögðust þær að miklu leyti af með siðbótinni.
Margir glíma við einhverja óvana eða ávana og þá er tilvalið að nýta sér umgjörð páskaföstunnar til að taka til í sínum ranni, ef svo má að orði komast.
Sumstaðar tíðkast enn að láta eitthvað á móti sér á páskaföstunni og í Bretlandi er það til dæmis sterk hefð enn þann dag í dag. Sumir neita sér um eitthvað matarkyns eins og til dæmis sætindi, kjöt eða jafnvel áfengi.
Mismunandi svið lífsins
Líf okkar samanstendur af nokkrum mismunandi einingum ef svo má segja. Einingunum hefur verið raðað upp á svokallað lífshjól, en því má einnig líkja við köku með átta jafnstórum sneiðum. Heilsa okkar er ein þeirra og í flestum tilfellum er heilsan grunnforsenda fyrir því að við getum starfað og verið virkir samfélagsþegnar. Sambönd okkar og samskipti eru aðrar einingar sem vert er að nefna.
Segja má að einingarnar tengist og hafi áhrif hver á aðra. Tökum dæmi um vinnu eða frama: Flest vinnum við úti og atvinna okkar tengist gjarnan afkomu okkar. Þannig hefur starfsval okkar og framgangur í starfi áhrif á launin eða þá peninga sem við höfum yfir að ráða, sem aftur hefur áhrif á möguleika okkar til að byggja upp fjárhagslega velferð*. Reyndar hefur peningahegðun okkar grundvallaráhrif í þessu samhengi, því það skiptir ekki alltaf meginmáli hversu háar tekjur við höfum, heldur hvernig við ráðstöfum þeim.
Áskoranir okkar endurspeglast í peningahegðuninni
Það getur verið tilvalið að skoða peningahegðun sína með það að markmiði að finna mynstur sem hægt væri að breyta. Áttu það til að eyða peningum þegar eitthvað veldur þér hugarangri? Í hvað eyðirðu þá helst? Gerirðu það vegna þess að þér finnst þú eiga það skilið? Eða kannski vegna þess að þér finnst þú þurfa að sanna það fyrir þér eða öðrum (gjarnan maka) að þú ráðir í hvað þínir peningar fara? Færðu gjarnan samviskubit í kjölfarið og iðrast þess að hafa eytt peningum með þessum hætti? Jafnvel þannig að þú nýtur þess ekki að eiga þar sem þú keyptir?
Hefurðu efasemdir þegar kemur að fjárfestingum? Svo miklar að þér er skapi næst að læsa peningana inni í peningaskáp?
Fer peningahegðun annarra svo mikið fyrir brjóstið á þér að þér að það hefur truflandi áhrif á líf þitt?
Notarðu peningana þína til að kaupa fallega hluti eða til að laga útlit þitt? Ef svo er, gerirðu það til að öðlast viðurkenningu annarra?
Stýrist fjármálahegðun þín af fjármálaótta, þannig að þegar þú loks tekst á við fjármálin er það átaksverkefni og þegar málin eru leyst, bíðurðu þar næsti fjármála-stormur skellur á?
Ég gæti nefnt fjölmörg dæmi til viðbótar en niðurstaðan er sú en hegðun á borð við þessa sem er talin upp hér að framan er vel til þess fallin að takast á við hana á páskaföstunni. Hafðu samband ef þig vantar hjálp.
* Það skal tekið fram að hér er gengið útfrá forsendum fjöldans, það er að segja afkoma flestra er háð innkomu. Þetta er þó ekki algilt.