Haldlagning staðfest í viðamiklu skattamáli

Sæmarksmálið | 1. mars 2018

Haldlagning staðfest í viðamiklu skattamáli

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að haldlagningu héraðssaksóknara á verulegum fjármunum í tengslum við viðamikla rannsókn skattrannsóknarstjóra á Sigurði Gísla Björnssyni fiskútflytjanda og fyrirtæki hans, Sæmarki.

Haldlagning staðfest í viðamiklu skattamáli

Sæmarksmálið | 1. mars 2018

mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að haldlagningu héraðssaksóknara á verulegum fjármunum í tengslum við viðamikla rannsókn skattrannsóknarstjóra á Sigurði Gísla Björnssyni fiskútflytjanda og fyrirtæki hans, Sæmarki.

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að haldlagningu héraðssaksóknara á verulegum fjármunum í tengslum við viðamikla rannsókn skattrannsóknarstjóra á Sigurði Gísla Björnssyni fiskútflytjanda og fyrirtæki hans, Sæmarki.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að ætluð brot beinist að vantöldum skattstofni árin 2011-2016 upp á tæplega 1,3 milljarða króna og teljist því stórfelld.

Lagt var hald á fjármuni í íslenskum krónum, bandarískum dollurum, breskum pundum, evrum og kanadískum dollurum að upphæð tæplega 153,5 milljónir króna miðað við gengi þegar haldlagning fór fram en húsleit fór fram á skrifstofu Sigurðar Gísla 15. desember.

Málið má rekja til gagna sem keypt voru erlendis og sýndu fram á tengsl íslenskra skattgreiðenda við félög í skattaskjólum. Í kjölfarið hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á málinu.

mbl.is