Karlmenn hafa jafn mikla þörf fyrir að gráta

Karlmenn hafa jafn mikla þörf fyrir að gráta

„Úrslitakeppni um framlag Íslands í Eurovision árið 2018. Bein útsending og (kannski ekki aðdáandi nr. 1) aldrei þessu vant horfði ég á útsendinguna frá upphafi til enda! Og hafði gaman af. Lögin voru misgóð að mínu mati eins og gengur. Ég hrífst af góðum melódíum og fallegum söng og lögin tvö sem kepptu að lokum til úrslita voru bæði í þeim flokki að mínu mati. Flytjendurnir eru báðir ungir karlmenn en, miðað við viðtöl sem við þá voru tekin, frekar ólíkir karakterar en báðir virkuðu auðmjúkir og þakklátir,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Karlmenn hafa jafn mikla þörf fyrir að gráta

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 5. mars 2018

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Úrslitakeppni um framlag Íslands í Eurovision árið 2018. Bein útsending og (kannski ekki aðdáandi nr. 1) aldrei þessu vant horfði ég á útsendinguna frá upphafi til enda! Og hafði gaman af. Lögin voru misgóð að mínu mati eins og gengur. Ég hrífst af góðum melódíum og fallegum söng og lögin tvö sem kepptu að lokum til úrslita voru bæði í þeim flokki að mínu mati. Flytjendurnir eru báðir ungir karlmenn en, miðað við viðtöl sem við þá voru tekin, frekar ólíkir karakterar en báðir virkuðu auðmjúkir og þakklátir,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

„Úrslitakeppni um framlag Íslands í Eurovision árið 2018. Bein útsending og (kannski ekki aðdáandi nr. 1) aldrei þessu vant horfði ég á útsendinguna frá upphafi til enda! Og hafði gaman af. Lögin voru misgóð að mínu mati eins og gengur. Ég hrífst af góðum melódíum og fallegum söng og lögin tvö sem kepptu að lokum til úrslita voru bæði í þeim flokki að mínu mati. Flytjendurnir eru báðir ungir karlmenn en, miðað við viðtöl sem við þá voru tekin, frekar ólíkir karakterar en báðir virkuðu auðmjúkir og þakklátir,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Svo kom að úrslitastundu. Sigurvegarinn í símakosningu varð lagið Our choice þar sem flytjandinn heitir Ari Ólafsson. 19 ára og á sannarlega framtíðina fyrir sér. Sama á Dagur Sigurðsson sem varð í öðru sæti. Frábær söngvari. Fannst þeir báðir verðskulda að vera framlag Íslands. 

Fór ekki framhjá neinum sem horfði á útsendinguna að Ari Ólafsson er tilfinningaríkur drengur og reyndi ekki að hemja tilfinningarnar í viðtali. Hann hágrét af gleði. Í geðshræringu og ég get vel ímyndað mér hvers vegna. Að standa fyrir framan nokkur þúsund manns og syngja og upplifa viðbrögð fólksins sem voru mikil og góð. Miðað við tilfinningaflóðið hjá drengnum eftir fyrsta flutning fannst mér aðdáunarvert hvernig hann náði að koma sér í jafnvægi og flytja lagið á ný í einvíginu. Gerði það með glæsibrag og uppskar eftir því.

Mér skilst að Twitter og aðrir samfélagsmiðlar hafi verið rauðglóandi eftir fyrsta viðtalið við Ara þar sem hann grét. Ég fylgdist ekki með því en sá daginn eftir að þetta var orðið efni í frétt á vefmiðlum. Af hverju? Áttaði mig ekki á því. Fyrr en ég las um hvað þessi tíst og/eða færslur voru. Tek fram að margar voru jákvæðar og fallegar og fólk hreifst af drengnum og hrósaði honum fyrir að geta tjáð tilfinningar sínar á þessari stundu. 

Svo kom annað. Grenjuskjóða. Vælukjói. Og fleiri uppnefni í sama dúr. Fólk ritaði opinberlega að nú hefði sannast að það væri bæði hægt að grenja sig inn á Alþingi og í lokakeppni Eurovision. Grenja sig inn? Ég las ekki nema brot af þessum ummælum sem féllu því ég hreinlega fylltist ógeði yfir því hversu óforskömmuð og illa innrætt manneskjan getur orðið. Ari Ólafsson fékk sem sé fleiri atkvæði af því að hann grét í beinni útsendingu en ekki út af flutningi sínum og laginu. Veit og skil að sumir láta svona orð falla í æsingi og ekki síst ef þeir héldu með Degi. En afsakar ekkert. 

Mér fannst hrikalega illa vegið að þessum unga og efnilega dreng. Líka að Ingu Sæland sem var blandað inn í umræðuna. Hún situr sem sé á Alþingi af því hún er grenjuskjóða? Já, finnst sumum.

Karlmenn og tilfinningar. Ég hef ritað pistla um þetta og hef sterka skoðun sem er byggð á eigin reynslu. Engin ný vísindi að karlmönnum gengur verr að tjá tilfinningar sínar en konum. Ég tel það ekki stafa af líffræðilegum mun á konum og körlum. Á samt enga vísindarannsókn að baki til að fullyrða það. Frekar er þetta uppeldislegt og samfélagslegt mál. Ég er alinn upp í karlrembuþjóðfélagi. Kallinn vinnur og skaffar. Konan sér um uppeldið og öll heimilisstörf. Þetta þótti eðlilegt. Og þetta smitaðist út í það að sem ungur drengur lærði ég fljótt að karlmenn kvarta ekki. Væla ekki. Láta ekki sjást að þeir gráti. Karlmenn eru hörkutól og ef þér leið illa áttir þú að harka þig (sjálfur) í gegnum það. Þetta voru skilaboðin. Ekki heiman frá mér. Heldur samfélagsins. 

Ég hef alla tíð verið rík og sterk tilfinningavera. Ætla ekki að rifja upp barnæskuna þar sem margt gekk á. Ég man vel hvað mér þótti erfitt að fara í gegnum unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin í mikilli vanlíðan, með lélega sjálfsmynd, lítið sjálfstraust, dauðfeiminn, en samt sýna macho-grímur út á við. Þetta var óbærilega óþægilegt.  Það var ekki til siðs að bera tilfinningar sínar á torg hvað þá ræða við vini sína eða aðra. Ég ólst upp í íþróttum þar sem ríkir þessi mikla hormónakarlmennskuharka. Þú vælir ekki. Berjast. Berjast. Jú, ég fann mig vel á þeim vettvangi og fékk gríðarlega útrás fyrir alla vanlíðan mína þar. Ég var annar karakter inni á fótboltavelli. Hafði þó djöful að draga og ætla ekki að segja þá sögu aftur núna sem reyndar var m.a. til þess að minn eini draumur í lífinu varð að engu. Lofandi knattspyrnuferill varð endaslepptur.

Þrátt fyrir að vera tilfinningarík manneskja og mjúkur að innan þá hefur aldrei vantað hörkuna, ákveðnina og keppnisskapið í mig. Hvað þá dugnað. Þess vegna náði ég mér vel á strik í lífinu. Menntaðist, eignaðist börn og buru og lifði að meðaltali bara ágætu lífi í mörg ár. Vissi ekki að ég gekk með sársaukapoka á bakinu og hélt niðri meðvirkni og höfnunarótta og var að auki ofvirkur með afbrigðum. Hversu oft grét ég á þessum árum? Held tvisvar þar sem ég réð ekki við tilfinningarnar. Þegar móðir mín, kletturinn í lífinu mínu, lést fyrir aldur fram 1996 og er faðir minn lést haustið 2005. Hann var af gamla skólanum og við höfðum eldað mörg gráu silfrin í gegnum árin. Síðustu ár hans áttum við afar gott og náið samband og hann sagði mér sína sögu.

Svo veiktist ég 2013. Ætla ekki ræða það hér fyrir utan að mitt líf var komið í rúst 2015 og ég hafði ekki hugmynd hvað væri að mér. Jú, sársaukapokinn frá æsku sprakk og ég endurupplifði hræðilega sára lífsreynslu í gegnum ofsakvíða- og panikkköst.

Af hverju leitaði ég mér ekki hjálpar strax sumarið 2013 þegar einkennin komu fram? Einfalt. Fyrstu viðbrögð voru ... hey ég get þetta sjálfur. Ég er sterkur. Sem sé spratt upp í mér dæmigerður karlmannshroki með dash af ofmati. Réð ég við þetta? Nei. En af hörku barðist ég í 2 ár sem ég skil ekki hvernig mér tókst að gera. Enda útbrunninn, allt lífið komið í rúst, og ég líka. Komst ekki út úr húsi út af ofsakvíðaköstum. Sársauki barnæskunnar lagði mig nær að velli. Ekki meira um þetta.

Aftur að Eurovision. Ég segi. Skammist ykkar sem kölluðuð Ara ljótum nöfnum og vanvirtuð hann sem manneskju á opinberum vettvangi. Hugsið nú út í hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir unga karlmenn að geta ekki tjáð tilfinningar. Það er engin tilviljun að sjálfsvíg ungra karlmanna eru miklu fleiri en ungra kvenna. Samkvæmt OECD er sjálfsvígstíðni ungra íslenskra karlmanna sú önnur hæsta á eftir Finnum. Af hverju? Ábyggilega engin ein skýring en ég er viss um, og miða við mína reynslu, að stór hluti skýringarinnar er að ungum karlmönnum gengur illa að tjá sína líðan. Ég var yfir mig stoltur að sjá drenginn geta sýnt tilfinningar sínar. Enn í dag er þessi mýta um að karlmenn gráti ekki. 

Ari Ólafsson er 19 ára og var að sýna þjóðinni einmitt það sem hefur verið vandamál ungra karlmanna og yfirhöfuð allra karlmanna. Sýna tilfinningar. Leyfa þeim að brjótast fram. Þetta voru gleðitár og einlæg tjáning. Nákvæmlega það sem karlmenn þyrftu að læra að gera sem fyrst á lífsleiðinni. Ég gat það ekki og kunni ekki. Því miður gildir það enn um marga unga karlmenn. Ég hef lært það í dag en af slæmu tilefni.

Karlmenn hafa jafn mikla þörf fyrir að gráta og tjá tilfinningar sínar eins og konur. Segi og skrifa.

Áfram, Ari Ólafsson, og gangi þér vel í Portúgal!

mbl.is