Mossack Fonseca skellir í lás

Panamaskjölin | 15. mars 2018

Mossack Fonseca skellir í lás

Lögmannsstofan sem öðlaðist heims­frægð í hneykslis­mál­inu tengdu Pana­maskjöl­un­um, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.

Mossack Fonseca skellir í lás

Panamaskjölin | 15. mars 2018

Nöfn fjölmargra áhrifamanna á Íslandi er að finna í Panamaskjölunum …
Nöfn fjölmargra áhrifamanna á Íslandi er að finna í Panamaskjölunum sem lekið hefur verið frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. AFP

Lögmannsstofan sem öðlaðist heims­frægð í hneykslis­mál­inu tengdu Pana­maskjöl­un­um, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.

Lögmannsstofan sem öðlaðist heims­frægð í hneykslis­mál­inu tengdu Pana­maskjöl­un­um, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.

Samkvæmt tilkynningu frá eigendum stofunnar hefur þetta valdið stofunni óbætanlegu tjóni en eins og AFP-fréttastofan greinir frá kostuðu Panama-skjölin tvo þjóðarleiðtoga starfið.

Áfram munu nokkrir starfa fyrir stofuna til þess að svara beiðnum frá yfirvöldum, öðrum opinberum aðilum sem og einkaaðilum.

í ágúst greindi annar stofnanda hennar, Jürgen Mossack, frá því að stofan hefði lokað nánst öllum útibúum sínum erlendist. 

Upp­lýs­ing­ar um fjöl­marga viðskipta­vini Mossack Fon­seca sýndu svart á hvítu hversu marg­ir auðugir ein­stak­ling­ar í heim­in­um nýta sér af­l­ands­fé­lög til þess að fela fjár­muni sína. Í Panama-skjöl­un­um má finna fólk úr ólík­um stétt­um, allt frá kaup­sýslu­mönn­um til æðstu þjóðarleiðtoga og þekktra íþrótta­manna.

Gögn­un­um var lekið til þýska dag­blaðsins Süddeutsche Zeit­ung sem fékk sam­tök rann­sókn­ar­blaðamanna (In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists (ICIJ)) í lið með sér og voru birt­ar frétt­ir upp úr skjöl­un­um í helstu fjöl­miðlum heims 3. apríl 2016.

Meðal þeirra sem koma fyr­ir í skjöl­un­um eru Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sem þá var for­sæt­is­ráðherra, Dav­id Ca­meron,  sem þá var for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, arg­entínski knatt­spyrnumaður­inn Li­o­nel Messi, for­seti Arg­entínu, Mauricio Macri, spænski kvik­mynda­leik­stjór­inn Pedro Almodov­ar og leik­ar­inn Jackie Chan. Auk þeirra er yfir 140 þekkt­a stjórn­mála­menn og aðrar op­in­ber­ar per­són­ur að finna í skjöl­un­um.

Frá því hneykslið komst upp á yf­ir­borðið hafa að minnsta kosti 150 rann­sókn­ir verið sett­ar á lagg­irn­ar í yfir 70 ríkj­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Center for Pu­blic In­teg­rity.

mbl.is