Lögmannsstofan sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.
Lögmannsstofan sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.
Lögmannsstofan sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, Mossack Fonseca, er að hætta starfsemi. Ástæðan sem eigendurnir gefa upp er neikvæð fjölmiðlaumfjöllun og óréttmæt afskipti yfirvalda.
Samkvæmt tilkynningu frá eigendum stofunnar hefur þetta valdið stofunni óbætanlegu tjóni en eins og AFP-fréttastofan greinir frá kostuðu Panama-skjölin tvo þjóðarleiðtoga starfið.
Áfram munu nokkrir starfa fyrir stofuna til þess að svara beiðnum frá yfirvöldum, öðrum opinberum aðilum sem og einkaaðilum.
í ágúst greindi annar stofnanda hennar, Jürgen Mossack, frá því að stofan hefði lokað nánst öllum útibúum sínum erlendist.
Upplýsingar um fjölmarga viðskiptavini Mossack Fonseca sýndu svart á hvítu hversu margir auðugir einstaklingar í heiminum nýta sér aflandsfélög til þess að fela fjármuni sína. Í Panama-skjölunum má finna fólk úr ólíkum stéttum, allt frá kaupsýslumönnum til æðstu þjóðarleiðtoga og þekktra íþróttamanna.
Gögnunum var lekið til þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung sem fékk samtök rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ)) í lið með sér og voru birtar fréttir upp úr skjölunum í helstu fjölmiðlum heims 3. apríl 2016.
Meðal þeirra sem koma fyrir í skjölunum eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem þá var forsætisráðherra, David Cameron, sem þá var forsætisráðherra Bretlands, argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, forseti Argentínu, Mauricio Macri, spænski kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodovar og leikarinn Jackie Chan. Auk þeirra er yfir 140 þekkta stjórnmálamenn og aðrar opinberar persónur að finna í skjölunum.
Frá því hneykslið komst upp á yfirborðið hafa að minnsta kosti 150 rannsóknir verið settar á laggirnar í yfir 70 ríkjum, samkvæmt upplýsingum frá Center for Public Integrity.