Aðalmeðferð fer fram í september

Kaupþingsmenn fyrir dómi | 19. mars 2018

Aðalmeðferð í máli Hreiðars í september

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Aðalmeðferð í máli Hreiðars í september

Kaupþingsmenn fyrir dómi | 19. mars 2018

Hreiðar Már Sigurðsson (t.h.) í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd úr safni.
Hreiðar Már Sigurðsson (t.h.) í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Í ákæru vegna málsins er Hreiðar Már sakaður um að hafa mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu þegar hann lét bank­ann veita einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. 574 millj­óna króna ein­greiðslu­lán í ág­úst 2008.  Er hann ákærður fyr­ir umboðssvik og inn­herja­svik.

Guðný Arna er ákærð fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um með því að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyr­ir­mæl­um og sam­skipt­um við lægra setta starfs­menn bank­ans síðari hluta ág­úst­mánaðar 2008. 

Guðný Arna Sveindóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er ákærð fyrir að …
Guðný Arna Sveindóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er ákærð fyrir að liðsinna við umboðssvikin í verki. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Í ákær­unni seg­ir að lánið hafi verið veitt án samþykk­is stjórn­ar bank­ans og án þess að full­nægj­andi trygg­ing­ar væru fyr­ir end­ur­greiðslu þess. Hafi einu trygg­ing­ar láns­ins verið all­ir hlut­irn­ir í einka­hluta­fé­lag­inu, sem fyr­ir hafi verið veðsett­ir vegna eldri skulda fé­lags­ins og því ekki nægi­legt veðrými til staðar fyr­ir nýja lánið.

Lánið var nýtt til að kaupa hluti í bank­an­um fyr­ir 571 millj­ón krón­ur, en sama dag hafði Hreiðar í eig­in nafni sam­kvæmt kauprétti keypt sömu hluti fyr­ir 246 millj­ón­ir.

Hreiðar Már lýsti sig saklausan við þingfestingu málsins í byrjun október árið 2016 og sagði ákæruna sverta mannorð sitt, með því að gefa í skyn að hann hefði rænt bankann.

Verj­andi Hreiðars Más óskaði eftir því í haust að fengið yrði álit frá EFTA-dóm­stóln­um um nokk­ur álita­mál sem tek­ist er á í dóms­mál­inu. Því var hins vegar verið hafnað bæði í héraðsdómi og í Landsrétti.

mbl.is