Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Í ákæru vegna málsins er Hreiðar Már sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. 574 milljóna króna eingreiðslulán í ágúst 2008. Er hann ákærður fyrir umboðssvik og innherjasvik.
Guðný Arna er ákærð fyrir hlutdeild í umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008.
Í ákærunni segir að lánið hafi verið veitt án samþykkis stjórnar bankans og án þess að fullnægjandi tryggingar væru fyrir endurgreiðslu þess. Hafi einu tryggingar lánsins verið allir hlutirnir í einkahlutafélaginu, sem fyrir hafi verið veðsettir vegna eldri skulda félagsins og því ekki nægilegt veðrými til staðar fyrir nýja lánið.
Lánið var nýtt til að kaupa hluti í bankanum fyrir 571 milljón krónur, en sama dag hafði Hreiðar í eigin nafni samkvæmt kauprétti keypt sömu hluti fyrir 246 milljónir.
Hreiðar Már lýsti sig saklausan við þingfestingu málsins í byrjun október árið 2016 og sagði ákæruna sverta mannorð sitt, með því að gefa í skyn að hann hefði rænt bankann.
Verjandi Hreiðars Más óskaði eftir því í haust að fengið yrði álit frá EFTA-dómstólnum um nokkur álitamál sem tekist er á í dómsmálinu. Því var hins vegar verið hafnað bæði í héraðsdómi og í Landsrétti.