Læknar leysi svefnvandann

Formúla-1/Mercedes | 22. mars 2018

Læknar leysi svefnvandann

Lewis Hamilton leggur allt í sölurnar til þess að vinna heimsmeistaratitil ökumanna einnig í ár sem í fyrra.

Hefur Mercedesliðið í því sambandi leitað á náðir lækna sem eru sérfræðingar í svefnvandamálum. Hjá þeim hafa verið fengin ráðið um hvernig liðsmenn eigi að bera sig að næstu daga til þess að vera eins ferskir og unnt er þegar fyrsti kappakstur ársins rennur upp, í Melbourne í Ástralíu komandi sunnudag.

Læknar leysi svefnvandann

Formúla-1/Mercedes | 22. mars 2018

Þeir koma til að slást um helgina, f.v.: Daniel Ricciardo, …
Þeir koma til að slást um helgina, f.v.: Daniel Ricciardo, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel á blaðamannafundi í Melbourne í dag. AFP

Lewis Hamilton leggur allt í sölurnar til þess að vinna heimsmeistaratitil ökumanna einnig í ár sem í fyrra.

Hefur Mercedesliðið í því sambandi leitað á náðir lækna sem eru sérfræðingar í svefnvandamálum. Hjá þeim hafa verið fengin ráðið um hvernig liðsmenn eigi að bera sig að næstu daga til þess að vera eins ferskir og unnt er þegar fyrsti kappakstur ársins rennur upp, í Melbourne í Ástralíu komandi sunnudag.

Lewis Hamilton leggur allt í sölurnar til þess að vinna heimsmeistaratitil ökumanna einnig í ár sem í fyrra.

Hefur Mercedesliðið í því sambandi leitað á náðir lækna sem eru sérfræðingar í svefnvandamálum. Hjá þeim hafa verið fengin ráðið um hvernig liðsmenn eigi að bera sig að næstu daga til þess að vera eins ferskir og unnt er þegar fyrsti kappakstur ársins rennur upp, í Melbourne í Ástralíu komandi sunnudag.

Undir þetta falla ökumenn, þjónustusveitin og æðstu stjórnendur. Vinna þeir úr ráðgjöf læknanna vegna mótsins í Ástralíu og keppnanna í Barein og Kína í kjölfarið.

Breska blaðið The Daily Telegraph segir að með þessu útspili mæti Mercedesliðið til nýrrar keppnistíðar með athyglisvert forskot á önnur lið. Segir blaðið að til að mynda mæti Hamilton með skraddarasniðið svefnplan til þess að sigrast á flugþreytu, þ.e.a.s.truflun sem verður á dægursveiflu líkamans þegar flogið er þvert á tímabelti.

mbl.is