Framselja ekki Puigdemont

Sjálfstæð Katalónía? | 5. apríl 2018

Framselja ekki Puigdemont

Dómstóll í Þýskalandi hafnaði því í dag að „uppreisn“ væri viðeigandi ástæða til að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, til Spánar.

Framselja ekki Puigdemont

Sjálfstæð Katalónía? | 5. apríl 2018

Carles Puigdemont var í dag látinn laus gegn tryggingu.
Carles Puigdemont var í dag látinn laus gegn tryggingu. AFP

Dómstóll í Þýskalandi hafnaði því í dag að „uppreisn“ væri viðeigandi ástæða til að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, til Spánar.

Dómstóll í Þýskalandi hafnaði því í dag að „uppreisn“ væri viðeigandi ástæða til að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, til Spánar.

BBC segir dómstólinn í Slésvík-Holstein hafa fyrirskipað að Puigdemont skyldi látinn laus gegn greiðslu tryggingar. Segir dómstóllinn Puigdemont hins vegar enn eiga yfir höfði sér ákæru vegna spillingar og þar með hafi mögulegu framsali hans til Spánar aðeins verið frestað, en það ekki útilokað.

Puigdemont er eft­ir­lýst­ur á Spáni fyr­ir upp­reisn og fyr­ir að hvetja til upp­reisn­ar og gáfu spænsk yfirvöld út evrópska handtökuskipun á hendur honum er hann var staddur í Finnlandi í síðasta mánuði. Hann var síðan hand­tek­inn við landa­mær­in að Dan­mörku þegar hann var að reyna að kom­ast aftur til Belg­íu, þar sem hann hefur verið í sjálf­skipaðri út­legð frá því katalónska þingið lýsti ein­hliða yfir sjálf­stæði frá Spáni í októ­ber.

mbl.is