Aðalmeðferð í síðasta svokallaða hrunmálinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 19. Til 20. september. Um er að ræða umboðs- og innherjasvikamál sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf., sem var í eigu Hreiðars sem þá var forstjóri Kaupþings banka. Fyrrverandi fjármálastjóri bankans er einnig ákærð í málinu.
Aðalmeðferð í síðasta svokallaða hrunmálinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 19. Til 20. september. Um er að ræða umboðs- og innherjasvikamál sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf., sem var í eigu Hreiðars sem þá var forstjóri Kaupþings banka. Fyrrverandi fjármálastjóri bankans er einnig ákærð í málinu.
Aðalmeðferð í síðasta svokallaða hrunmálinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 19. Til 20. september. Um er að ræða umboðs- og innherjasvikamál sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf., sem var í eigu Hreiðars sem þá var forstjóri Kaupþings banka. Fyrrverandi fjármálastjóri bankans er einnig ákærð í málinu.
Málið er síðasta hrunmálið sem ákært var í og það síðasta sem fer fyrir héraðsdóm. Aftur á móti er einnig til meðferðar hjá dómstólinum svokallað CLN-mál (einnig þekkt sem Chesterfield-málið), en Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms á síðasta ári og sendi það mál aftur til héraðsdóms. Síðan þá hefur málinu verið frestað og beðið er frekari rannsóknar ákæruvaldsins.
Í nógu er að snúast hjá Hreiðari í dómstólum þessa dagana. Í gær var aðalmeðferð í miskabótamáli hans gegn íslenska ríkinu þar sem hann sakar embætti sérstaks saksóknara um ólögmætar símhleranir. Telur hann að ranglega hafi verið staðið að því hvernig héraðsdómur kvað upp úrskurð um símhleranir þegar sími Hreiðars var hleraður og að hleraður hafi verið sími hans og lögmanns síns, sem sé ólöglegt.
Þau atriði hafa oft komið upp í sakamálum sem höfðuð hafa verið gegn Hreiðari og öðrum í tengslum við ákærur sérstaks saksóknara í Kaupþingsmálum. Hefur meðal annars fyrrverandi starfsmaður embættisins ítrekað greint frá því fyrir dómi og í fjölmiðlum að hann teldi ekki rétt hafa verið staðið að því hvernig úrskurður um símahlerun hafi verið endurnýjaður fyrir Hreiðar. Var hann meðal vitna í málinu í gær.
Á næstu vikum eru svo fyrirtökur í tveimur einkamálum þrotabús Kaupþings gegn Hreiðari Má annars vegar og Hreiðari og öðrum fyrrverandi stjórnendum og stjórnarmönnum bankans hins vegar.