Hryllilegur glæpur veldur trúardeilu

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 13. apríl 2018

Hryllilegur glæpur veldur trúardeilu

Efnt hefur verið til fjölmennra mótmæla víða um Indland í vikunni vegna hrottalegrar hópnauðgunar og morðs á átta ára gamalli stúlku. Reiði almennings beinist einkum að því að hryllilegum glæp sé blandað inn í trúmál.

Hryllilegur glæpur veldur trúardeilu

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 13. apríl 2018

AFP

Efnt hefur verið til fjölmennra mótmæla víða um Indland í vikunni vegna hrottalegrar hópnauðgunar og morðs á átta ára gamalli stúlku. Reiði almennings beinist einkum að því að hryllilegum glæp sé blandað inn í trúmál.

Efnt hefur verið til fjölmennra mótmæla víða um Indland í vikunni vegna hrottalegrar hópnauðgunar og morðs á átta ára gamalli stúlku. Reiði almennings beinist einkum að því að hryllilegum glæp sé blandað inn í trúmál.

Lík Asifa Bano, sem tilheyrði ættbálki hirðingja, sem eru múslímar, fannst í skógi skammt frá borginni Kathuawho í Kasmír héraði 17. janúar. Nú í vikunni rataði málið á forsíður fjölmiðla eftir að hægri sinnaðir hindúa-hópar mótmæltu handtökum á þeim grunuðu en þeir tilheyra hópi hindúa.

Lögreglan hefur handtekið átta menn, þar á meðal embættismann ríkisins sem er kominn á eftirlaun, fjóra lögreglumenn og ungling í tengslum við dauða Asifa. 

AFP

Muhammad Yusuf Pujwala sat fyrir utan heimili sitt í Kathua snemma morguns 17. janúar þegar nágranni hans kom hlaupandi og sagði honum fréttirnar, lík átta ára gamallar dóttur hans, Asifa Bano, var fundið. Lík hennar lá í skóginum, aðeins nokkur hundruð metrum frá þeim.

„Ég vissi að eitthvað hryllilegt hefði gerst fyrir stúlkuna mína,“ segir Pujwala í viðstali við BBC. Eiginkona hans, Naseema Bibi, sat við hlið hans í viðtalinu, grátandi og muldrandi: „Asifa“. Fjölskyldan tilheyrir hópi hirðingja sem nefnast Gujjars og flakkar um Himalaja með geitur sínar og buffalóa.

Fór að sækja hestana en skilaði sér aldrei aftur

Þegar Asifa hvarf 10. janúar bjó fjölskyldan í þorpi í um 72 km fjarlægð frá borginni Jammu. Asifa fór inn í skóginn til þess að sækja hesta þeirra. Hestarnir sneru aftur heim en ekkiAsifa.

Naseema lét mann sinn vita og hann fór ásamt nokkrum nágrönnum inn í skóginn að leita hennar án árangurs. Tveimur dögum síðar lagði fjölskyldan fram kæru hjá lögreglunni. Að sögn Pujwala gerði lögreglan ekkert til þess að hafa upp á stúlkunni og gekk einn lögreglumaðurinn svo langt að leggja til að Asifa hefði bara stungið af með strák. 

Lögreglumenn sem leituðu eru sakaðir um morð

Þegar fréttist af því að hvarfi Asifa og aðgerðarleysi lögreglunni hófust mótmæli Gujjar-hirðingja og neyddist lögreglan því til þess setja tvo lögreglumenn í verkefnið. Annar þeirra, Deepak Khajuria, hefur nú verið handtekinn grunaður um aðild að glæpnum. Fimm dögum síðar fannst lík Asifa.

„Hún hafði verið pyntuð. Fætur hennar voru brotnir,“ segir móðir hennar en hún hljóp inn í skóginn ásamt eiginmanni sínum þegar þau fréttu að lík stúlkunnar væri fundið. „Neglur hennar voru  svartar og það voru blá og rauð för á handleggjum hennar og fingrum,“ bætir hún við.

23. janúar, sex dögum eftir að lík Asifa fannst, fyrirskipaði ráðherra sem fer með málefni Jammu og Kasmír, Mehbooba Mufti, rannsókn á glæpnum og setti sérstaka deild ríkislögreglustjóra í málið.

Nauðgað dögum saman og pyntuð

Niðurstaða lögreglunnar er að Asifa hafi verið haldið dögum saman í litlu musteri og gefin róandi lyf til þess að halda henni sofandi. Í gögnum lögreglunnar kemur fram að henni var nauðgað dögum saman, pyntuð og loks myrt. Hún var kyrkt til bana og síðan barin í tvígang með grjóti í höfuðið.

Sanji Ram, sextugur embættismaður á eftirlaunum, er talinn vera sá sem skipulagði glæpinn með aðstoð fjögurra lögreglumanna; Surender Verma, Anand Dutta, Tilak Raj og Khajuria.

Sonur Ram, Vishal, fændi hans sem er á unglingsaldri og vinur Ram, Parvesh Kumar, eru einnig sakaðir um nauðgun og morð.

AFP

Í skjölum lögreglu kemur fram að Khajuria og hinir lögreglumennirnir þrír, en einhverjir þeirra tóku á móti kæru fjölskyldunnar og tóku þátt í leitinni ásamt fjölskyldunni, þvoðu föt Asifa áður en þau voru send í réttarmeinarannsókn. Bæði blóð og drullu var að finna í fötunum.

Rannsakendur telja að mennirnir hafi viljað hrella hirðingjahópinn og fá hann til þess að yfirgefa Jammu. Gujjar láta skepnur sínar bíta gras á svæðum sem er í almannaeigu og hafa sumir hindúar á svæðinu verið á móti því en hirðingjarnir eru eins og áður sagði múslímar.

Einn af lögmönnum mannanna heldur því hins vegar fram að múslímar séu að reyna að ná yfirráðum yfir Jammu en þar eru hindúar í meirihluta. Mennirnir hafi ekki komið nálægt glæpnum og þeir seku gangi enn lausir.

Víðsvegar um Indland hefur verið mótmælt vegna málsins og er óttast að trúarátök séu í uppsiglingum í Kasmír og víðar vegna þessa máls og fleiri sambærilegra mála sem hafa komið upp að undanförnu. 

Hægt er að lesa frekar um málið á Twitter undir myllumerkjunum #Kathua og #justiceforAsifa.

mbl.is