Pierre Gasly hjá Toro Rosso var hetja kappakstursins í Barein en þar varð hann óvænt í fjórða sæti. Eftir Kínakappakstursins sagði hann hins vegar, að Honda-knúinn bíllinn hafi tapað öllum styrk milli móta.
Pierre Gasly hjá Toro Rosso var hetja kappakstursins í Barein en þar varð hann óvænt í fjórða sæti. Eftir Kínakappakstursins sagði hann hins vegar, að Honda-knúinn bíllinn hafi tapað öllum styrk milli móta.
Pierre Gasly hjá Toro Rosso var hetja kappakstursins í Barein en þar varð hann óvænt í fjórða sæti. Eftir Kínakappakstursins sagði hann hins vegar, að Honda-knúinn bíllinn hafi tapað öllum styrk milli móta.
Gasly var í hópi tíu fremstu á öllum æfingum og í tímatökunni í Barein og var í skýjunum yfir frammistöðunni. Í Kína kom hann aftur niður á jörðina og það nokkuð harkalega. Féll hann úr leik í tímatökunni í fyrstu lotu af þremur.
„Við höfum tekið risaskref aftur á bak. Ég bjóst við erfiðri tímatöku, gerði ráð fyrir 11. eða 12. sæti og að munurinn yrði einn eða tveir tíundu úr sekúndu,“ sagði Gasly sem kláraði tímatökuna öllu aftar eða í 17. sæti.