Evrópa fái undanþágu frá tollum

Evrópa fái undanþágu frá tollum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vonast til að Bandaríki setji ekki innflutningstolla á stál og ál frá Evrópu.

Evrópa fái undanþágu frá tollum

Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína | 22. apríl 2018

Emmanuel Macron og Donald Trump á síðasta ári.
Emmanuel Macron og Donald Trump á síðasta ári. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vonast til að Bandaríki setji ekki innflutningstolla á stál og ál frá Evrópu.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vonast til að Bandaríki setji ekki innflutningstolla á stál og ál frá Evrópu.

Tímabundin undanþága frá tollunum, meðal annars í Kanada, Mexíkó og Evrópu, rennur út 1. maí en tollarnir voru upphaflega settir á  kínverskar vörur.

„Ég vona að hann veiti Evrópusambandinu undanþágu,“ sagði Macron um Donald Trump Bandaríkjaforseta, á sjónvarpsstöðinni Fox News.

„Maður fer ekki í viðskiptastríð við samherja sína.“

Trump tilkynnti í síðasta mánuði að Bandaríkin ætluðu að leggja 25% tolla á stál og 10% á ál. Forsetinn sagði að innfluttar vörur væru að skaða öryggi Bandaríkjanna með því að grafa undan innlendri framleiðslu sem nota þurfi svo að herinn geti verið viðbúinn.

Embættismenn frá Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu í síðasta mánuði að viðræður hefðu verið á milli stjórnvalda í Washington og Brussel til að leysa deiluna en ekki er ljóst hvort árangur hafi náðst í þeim.

Macron bætti við: „Ef þú ferð í stríð gegn einhverjum, hvort sem það er viðskiptastríð gegn Kína og Evrópu eða stríð í Sýrlandi eða gegn Íran….sjáðu til, það gengur bara ekki.“

Frakklandsforseti hvatti Trump einnig til að halda sig við kjarnorkusamninginn við Íran og sagði að enginn betri valkostur væri í boði en Trump hefur hótað því að virða ekki samninginn.

Þriggja daga heimsókn Macrons til Bandaríkjanna hefst á morgun.

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP
mbl.is