Saga um bata við lífshættulegri röskun!

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

„Getur þú ímyndað þér að komast ekki út úr húsi vegna stanslausra ofsakvíða- og panikkasta? Í hverju kasti upplifir þú sársauka ofbeldis. Getur þú ímyndað þér að vera líkamlega og andlega útbrunninn? Orkukerfið, taugakerfið og varnarkerfið farið. Og þú veist ekki hvað er að.

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 24. apríl 2018

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Getur þú ímyndað þér að komast ekki út úr húsi vegna stanslausra ofsakvíða- og panikkasta? Í hverju kasti upplifir þú sársauka ofbeldis. Getur þú ímyndað þér að vera líkamlega og andlega útbrunninn? Orkukerfið, taugakerfið og varnarkerfið farið. Og þú veist ekki hvað er að.

„Getur þú ímyndað þér að komast ekki út úr húsi vegna stanslausra ofsakvíða- og panikkasta? Í hverju kasti upplifir þú sársauka ofbeldis. Getur þú ímyndað þér að vera líkamlega og andlega útbrunninn? Orkukerfið, taugakerfið og varnarkerfið farið. Og þú veist ekki hvað er að.

Ég vona að svörin séu nei enda ekki leggjandi á nokkra manneskju. Efast um að fólk geti sett sig í þessi spor. Þetta er dæmi um mótlæti í lífinu sem ég ætla að segja frá,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Kannski hugsar þú að eiga ekkert val í svona stöðu? Jú. Valið er að biðja um hjálp. Nema þú hafir valið að gefast upp. Sársaukinn yfirþyrmandi og sérð ekkert líf framundan. Nærð ekki að horfast í augu við að vera orðinn peningalaus, húsnæðislaus, atvinnulaus, sambúð slitið og það versta að trúa ekki þú getir séð um börnin í framtíðinni! Þá er örstudd í endalokin.

Fyrsta valið var endalokin. Búið. Þú útilokar að biðja um hjálp því þú veist ekki hvað er að og sársaukinn hefur örlagaríkt áhrif á dómgreindina. Sérð eina leið til að losna. Þú tekur ákvörðun um hvernig og hvenær.

Trúir þú á örlög? Þeir sem þekkja vita. Ef atburðarrásin hefði verið rökrétt, þá hefðu þetta orðið endalokin. Eitthvað eða einhver greip í tauma. Hvað eða hver veistu aldrei. Varð til þess þú áttar þig og megnar að hringja á hjálp. Ekki einhverja hjálp því ólíklega vildi til að þú varst með símanúmer hjá sálfræðingi í símanum. Þú hringir og í staðinn að vera sofnaður svefninum langa ertu staddur með sálfræðingnum. Þessi þú er ég!

Það er stutt á milli feigs og ófeigs. Ég sit hjá sálfræðingi sem þarf varla að spyrja um ástandið. Sálfræðingurinn horfir á mann sem er útbrunninn, taugakerfið og varnarkerfið í rúst og að auki veit ekki hvernig hann komst í þessa stöðu. Ég reyni að rifja upp með honum að 2 árum fyrr komu fyrstu ofsakvíðaeinkennin en gerði ekkert því ég gæti séð um þetta sjálfur. Rifjar upp að við tóku 2 ár í baráttu þar sem einkennin stigversnuðu en barðist á hæl og hnakka og stóðst mína plikt í starfi og heima fyrir. Man endalausar svefnlausar nætur þegar ofsakvíða- og panikköstin komu og endurupplifir sársauka ofbeldis í æsku í hverju kasti. Köstin reyna gríðarlega á líkamann og ég mætti örþreyttur í krefjandi vinnu sem ýmislegt gekk á. Áfram rifjað upp hversu sjúklega meðvirkur ég var og haldinn logandi höfnunarótta gagnvart fyrrverandi sambýliskonu. Gleymi ekki ástæðu sambúðarslita. Óþarfi að rifja það upp nú en var súrealískt og lýsti afleiðinga röskunarinnar í hnotskurn.Tengdist fjármáli sem klúðraðist í panikkasti í bankanum og fór að óþörfu úr böndunum. Gerði ekkert af mér í upphafi en gerðist óheiðarlegur að segja ekki frá. Það var ekki mér eðlislegt en höfnunarótti er hræðilegt eitur og þú trúir því versta ef þú heldur að sú sem þú ert meðvirkur gagnvart muni yfirgefa þig. Tekur ekki áhættuna. Var rangt, afleiðingin sorgleg og eftirköstin ekki betri.

Sumarið 2015. Veikindin þróuðust hratt og lögmál Murphy's sannaði sig. Endalaus mótlæti. Taugaáföll, svefnleysi, ofsakvíða- og panikköst. Samt áttaði ég mig ekki að eitthvað væri mikið að. Jú mig grunaði og byrjaði að aumka mér á facebook. Þá minntu sumir mig á að vera harður og taka á honum stóra sínum. Man hvað það stakk mig. Að lokum get ég upplýst sálfræðinginn um að síðustu 2 -3 vikurnar hefði ég ekki komist út úr húsi. Og tekið fyrrnefnda ákvörðun.

Hann hlustaði. Sagði svo. Þú ert veikur. Veikur? Hvernig þá? Hann sagðist eiga erfitt með að skilja hvernig þú þraukaðir þennan tíma. Reyndi að útskýra að mitt ástand væri stórhættulegt. Kominn með króníska áfallastreituröskun á hæsta stigi og útbrunninn ofan á það. Fyrir utan sjúklega meðvirkni. Áfalla hvað?

Svo kom spurning. Hvað viltu gera? Lifa! Útskýrði að það myndi taka langan tíma að ná bata ef það tækist. Yrði að fara eftir leiðbeiningum. Á stund og stað var tekin ákvörðun. 2 klst frá meintum endalokum var komin ný ákvörðun. Val!

Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref.

Í herbergisholu í Hafnarfjarðarbæ hófst gangan til baka í hænuskrefum. Ég fann upp á leiðum að róa mig niður með að skrifa mig í gegnum reynsluna, semja ljóð og spila og semja á hljóðfæri. Fara út í náttúruna og fann stað sem veitti mér óútskýranlegan frið. Gerði þetta hvernig sem viðraði. Sama rútínan. Dag eftir dag í 4 mánuði. Tilneyddur að lifa í núinu til að missa ekki von. Var svo heppinn að fjöldi fólks hafði samband og hvatti mig án þess að vita hvað væri að. Ómetanlegt. Var svo illa farinn að ég upplifði enga skömm. Gat ekki falið mig á bak við neitt. Eina sem ég átti eftir var auðmýkt og lifði á henni í gegnum fyrstu bataskrefin. Kyngdi öllu stolti og hugsaði ekki um að 2 árum fyrr var lífið í blóma og allt í föstum skorðum eins og verið hafði allt mitt líf. Núna átti ég mig og börnin. Það var vonin sem hélt mér gangandi. Gleymi ekki fyrstu sigrunum. Þegar ofsakvíða- og panikköstin fór að fækka. Tók styttri tíma að hrista úr sér morgunkvíðann. Ég lærði að biðja um hjálp. Lærði að hætta að taka stórar ákvarðanir einn. Lærði að treysta öðrum aðila. Þetta voru risaskref á fyrstu 4 mánuðum sem þroskuðu mig sem manneskju meira en líklegast alla ævina.

Aldrei gleymi ég þegar sálfræðingurinn tók af gipsið! Gleymir ekki vellíðanina að horfa yfir s.l. 4 mánuði og upplifa árangur. Þessir 4 mánuðir voru lykillinn að batanum.

Verð ævilangt þakklátur þessum sálfræðingi sem gat hjálpað að vissu marki. Við tók langt, strangt og erfitt ferli í endurhæfingu hjá Virk.

Aldrei óraði mig samt að bíða í 2 ár að hitta sálfræðing með þekkingu og reynslu að meðhöndla króníska áfallastreituröskun. Gerðist nýlega í starfsgetumati hjá Virk. Hafði hitt 4 áður og undirgengist 2 sálfræðimöt. Röng niðurstaða! Grunnvinnan í upphafi og sjálfsvinnan mín er stóra ástæðan fyrir batanum í dag. Það er staðreynd. Staðfest.

Í dag getur ég leyft mér að gleðjast og vera þakklátur. Loksins komið tækifæri að vinna markvisst í röskuninni sem grasseraði í 2 ár og lagði lífið í rúst. Tók tíma en tókst.

Skilaboð til þín. Það er lífshættulegt að veikjast af krónískri áfallastreituröskun. Dánartíðnin sannar það. Leitaðu strax hjápar við minnsta grun.

Ég er heppinn. Samt engin hetja. Gefst bara ekki upp og þrjóskari en andskotinn.

Þetta var brot úr minni reynslusögu að koma mér á lappir. Takk fyrir sem lásuð.

mbl.is