Mismikið sjálfstraust bræðra - Spurt og svarað

Spurt og svarað | 25. apríl 2018

Mismikið sjálfstraust bræðra - Spurt og svarað

Sonur minn er með afskaplega lítið sjálfstraust þrátt fyrir að við foreldrar hans reynum að peppa hann stöðugt og segja að hann sé frábær. Litli bróðir hans, sem fær sama uppeldi, er uppfullur af sjálfstrausti og ætlar þvílíkt að sigra heiminn í framtíðinni sem forseti Bandaríkjanna, frægur leikari og rokkstjarna. Þó að eldri drengurinn hafi stóra drauma um framtíðina líka þá er hann ótrúlega oft í kleinu með sjálfan sig og sína hæfni til allra hluta. Getum við eitthvað gert?

Mismikið sjálfstraust bræðra - Spurt og svarað

Spurt og svarað | 25. apríl 2018

Sum börn eru uppfull af sjálfsöryggi en önnur efast sífellt …
Sum börn eru uppfull af sjálfsöryggi en önnur efast sífellt um sig sjálf þrátt fyrir að fá sama uppeldi. Eggert Jóhannesson

Sonur minn er með afskaplega lítið sjálfstraust þrátt fyrir að við foreldrar hans reynum að peppa hann stöðugt og segja að hann sé frábær. Litli bróðir hans, sem fær sama uppeldi, er uppfullur af sjálfstrausti og ætlar þvílíkt að sigra heiminn í framtíðinni sem forseti Bandaríkjanna, frægur leikari og rokkstjarna. Þó að eldri drengurinn hafi stóra drauma um framtíðina líka þá er hann ótrúlega oft í kleinu með sjálfan sig og sína hæfni til allra hluta. Getum við eitthvað gert?

Sonur minn er með afskaplega lítið sjálfstraust þrátt fyrir að við foreldrar hans reynum að peppa hann stöðugt og segja að hann sé frábær. Litli bróðir hans, sem fær sama uppeldi, er uppfullur af sjálfstrausti og ætlar þvílíkt að sigra heiminn í framtíðinni sem forseti Bandaríkjanna, frægur leikari og rokkstjarna. Þó að eldri drengurinn hafi stóra drauma um framtíðina líka þá er hann ótrúlega oft í kleinu með sjálfan sig og sína hæfni til allra hluta. Getum við eitthvað gert?

Takk fyrir spurninguna en hún kemur inn á málefni sem hafa verið umræðuefni um langa tíð en það varðar áhrif umhverfis á manneskjuna á móti því hversu mikið hægt er að skýra manneskjuna út frá líffræðinni. Það sem er mikilvægt að hafa fyrst í huga er að líffræðilega eru systkini ekki eins þótt þau eigi sömu foreldra. Þetta þýðir meðal annars að börn fæðast mismunandi næm fyrir tilfinningum. Börn sem alast upp á sama heimili og við sambærilegar aðstæður mótast á mismunandi hátt. Eldri drengurinn ykkar gæti verið næmari og tekið betur eftir því sem honum finnst hann gera rangt. Það er með börn eins og okkur sjálf að tilfinningin um eigið ágæti þarf að koma frá eigin brjósti og þó að það sé gott að fá hrós frá foreldrum, er mikilvægara að kunna að meta eigið ágæti. Það getur skilað sér í meira sjálfstrausti að fá hrós fyrir það sem vel er gert í stað þess að segja stöðugt að þau séu frábær.

Í vissum tilfellum getur stöðugt hrós hreinlega gert börnin óörugg og þá jafnvel virkað öfugt. Hegðun lýtur ákveðnum lögmálum, fái hún athygli eykst hún og slokknar ef engin svörun fæst. Ef til vill væri gott að taka tímabil þar sem hann fær sérstaka athygli fyrir að segja frá því sem gekk vel þann daginn. Gætuð jafnvel haldið „jákvæðnidagbók“. Foreldrar eru líka besta fyrirmyndin svo þið gætuð markvisst sett orð á hvað þið eruð stolt af einhverju sem þið gerðuð í vinnunni til dæmis. Hvetjið drenginn ykkar til þess að setja orð á eigin líðan og bendið honum á þegar hann er glaður og ánægður með eigin frammistöðu.

Eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að leyfa tilfinningar og líka þær sem við flokkum sem neikvæðar, svo sem kvíða. Ef barn er kvíðið fyrir einhverju og treystir sér ekki í það þá er mikilvægt að hlusta á það og segja að það sé eðlilegt að treysta sér ekki í allt. Mistök eru líka nauðsynleg, enginn er góður í öllu. Landsliðið okkar í fótbolta er líklega ekki eins gott í að dansa ballett og gerir það nokkuð til? Stundum eiga börn sem eru ekki með mikið sjálfstraust erfitt með að taka hrósi og eigna sér það. Draumar um framtíðina eru gríðarlega mikilvægir og því eitthvað sem þarf að hlúa að og hjálpa börnum að stefna að.

Svarandi í Spurt og svarað hjá Fjölskyldunni á mbl.is er SÓL sálfræði- og læknisþjónusta en þar starfar fjölbreyttur hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is.

mbl.is