Skammið bílinn, ekki ökumennina

Formúla-1/Williams | 25. apríl 2018

Skammið bílinn, ekki ökumennina

Tæknistjóri Williamsliðsins, Paddy Lowe, segir afdráttarlaust að liðið sé ánægt með ökumenn sína tvo. Að þeir skuli verið meðal öftustu manna í keppni það sem af er ári verður að skrifast á bílinn, segir hann.

Skammið bílinn, ekki ökumennina

Formúla-1/Williams | 25. apríl 2018

Williamsbílnum hefur farið aftur frá í fyrra.
Williamsbílnum hefur farið aftur frá í fyrra. AFP

Tæknistjóri Williamsliðsins, Paddy Lowe, segir afdráttarlaust að liðið sé ánægt með ökumenn sína tvo. Að þeir skuli verið meðal öftustu manna í keppni það sem af er ári verður að skrifast á bílinn, segir hann.

Tæknistjóri Williamsliðsins, Paddy Lowe, segir afdráttarlaust að liðið sé ánægt með ökumenn sína tvo. Að þeir skuli verið meðal öftustu manna í keppni það sem af er ári verður að skrifast á bílinn, segir hann.

Lowe segir að Williamsbíllinn sé ekki nógu góður á mælikvarða formúlunnar en byrjun vertíðarinnar hefur verið martröð líkast fyrir þetta gamla stórlið sem Williams er. Er það eina liðið sem ekki hefur hlotið stig í keppni það sem af er ári.

Williams hefur ennfremur verið harðlega gagnrýnt fyrir hið reynslulitla ökumannapar sitt, en Lance Stroll er á sínu öðru ári í formúlunni og Sergej Sírotkín því fyrsta. Lowe ber blak af þeim og segir vandamálin í engu þeim að kenna. „Það er bíllinn sem er ekki að standa sig,“ segir hann.

„Við erum með tvo mjög ólíka ökumenn sem eru tiltölulega lítt reyndir. En við erum ánægð með þá og það sem þeir hafa haft fram að færa,“ bætir hann að lokum við. 

mbl.is