Indverskur trúarleiðtogi, sem er með milljónir fylgjenda um allan heim, var dæmdur sekur um nauðgun í morgun.
Indverskur trúarleiðtogi, sem er með milljónir fylgjenda um allan heim, var dæmdur sekur um nauðgun í morgun.
Indverskur trúarleiðtogi, sem er með milljónir fylgjenda um allan heim, var dæmdur sekur um nauðgun í morgun.
Asaram Bapu, 77 ára, var dæmdur í borginni Jodhpur fyrir að hafa nauðgað 16 ára gamalli stúlku í musteri sínu í borginni. Samkvæmt BBC er talið fullvíst að hann áfrýi dómnum. Hann er einnig ákærður fyrir nauðgun í Gujarat-ríki. Mikill viðbúnaður er í Jodhpur vegna málsins en óttast er að til átaka komi vegna dómsins.
Um 400 musteri eru rekin á vegum Bapu víðs vegar um heiminn þar sem hann kennir hugleiðslu og jóga. Í fyrra var annar trúarleiðtogi dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir nauðgun á Indlandi og létust 23 í ofbeldisöldunni sem fylgdi í kjölfar niðurstöðu dómsins.