Dagur og Eyþór tókust á

Sveitarstjórnarkosningar | 29. apríl 2018

Dagur og Eyþór tókust á

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mættust í þjóðmálaþættinum Þingvellir á útvarpstöðinni K100 undir þáttarstjórn Bjartar Ólafsdóttur. Á meðal umræðuefna var kísilver Thorsil, vandræðin í leikskólakerfinu og loforð um fasteignaskatta. 

Dagur og Eyþór tókust á

Sveitarstjórnarkosningar | 29. apríl 2018

Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds voru gestir Bjartar Ólafsdóttur …
Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds voru gestir Bjartar Ólafsdóttur á Þingvöllum í morgun. Skjáskot/K100.is

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mættust í þjóðmálaþættinum Þingvellir á útvarpstöðinni K100 undir þáttarstjórn Bjartar Ólafsdóttur. Á meðal umræðuefna var kísilver Thorsil, vandræðin í leikskólakerfinu og loforð um fasteignaskatta. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mættust í þjóðmálaþættinum Þingvellir á útvarpstöðinni K100 undir þáttarstjórn Bjartar Ólafsdóttur. Á meðal umræðuefna var kísilver Thorsil, vandræðin í leikskólakerfinu og loforð um fasteignaskatta. 

Snemma í þættinum spurði Björt Eyþór um loforð hans um að leggja af fasteignaskatt á eldri borgara og nefndi að Eyþór hefði einnig notað þetta loforð í kosningabaráttu sinni í Árborg. Ekkert hefði ræst úr loforðinu.

„Á þeim tíma komumst við ekki í meirihluta en þegar við hófum næstu kosningabaráttu lofuðum við lækkun fasteignaskatts með öðrum hætti. Það var gert. Við lækkuðum fasteignaskattprósentuna þrjú ár í röð,“ sagði Eyþór. 

Dagur kom inn á það að bent hefði verið á að loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangaðist á við sveitastjórnarlög. 

„Það er vandræðagangur og örvænting að setja þetta loforð fram í aðdraganda kosninga. Eyþór áttar sig á því að þetta stenst ekki lög og reynir að eyða því tali á meðan staðreyndin er sú að verið höfum við verið að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn í þessum málum,“ sagði Dagur og bætti við að í hans tíð hefðu fasteignaskattar verið lækkaðir í tvígang og afslættir fyrir tekjulága eldri borgara verið auknir. 

„Fasteignaskatturinn skilaði 10 milljörðum fyrir 4 árum en 15 milljörðum í dag. Hann hefur hækkað um 50%. Allt annað er bara talnaleikfimi eða annar útúrsnúningur,“ svaraði Eyþór. 

Loforðið ekki efnt í 16 ár

Í umræðu um leikskólamál spurði Björt Dag hvers vegna ekki hefði meira áunnist í þeim efnum og nefndi að það væri orðin áhætta fyrir fyrirtæki að ráða unga foreldra vegna þess að þeir þyrftu svo oft að taka sér frí vegna manneklu á leikskólum. 

„Við sögðumst ætla að brúa bilið og gera það yfir tvö kjörtímabil. Við höfum verið að bæta við ungbarnadeildum og byggja upp í þessum málaflokki. Mannekla hefur verið mikið vandamál og við höfum sett athyglina á það. Það hefur verið unnið eftir áætlun sem mér sýnist vera eina áætlunin um að brúa þetta bil og að allir flokkar taki undir,“ sagði Dagur áður en Eyþór tók til máls. 

Það að lofa einhverju fram á þarnæsta kjörtímabil skilar engu fyrir kjósendur. [...] Það er fráleitt að Dagur tali um að hann sé kominn með plan núna vegna þess að fyrir sextán árum þegar hann settist í borgarstjórn með R-listanum lofaði hann að öll 18 mánaða börn fengju pláss í leikskóla. Þetta loforð hefur ennþá ekki verið efnt,“ sagði Eyþór. 

Munurinn kristallast í kísilveri

Björt spurði Eyþór um umhverfismálin en hann hefur sagst vilja taka fastar á svifryksmengun en nú er gert í borginni. Eyþór er eigandi í fyrirtækinu Thorsil sem áformar byggingu verksmiðju til kísilframleiðslu í Helguvík. „Myndirðu bjóða Reykvíkingum upp á kísilverksmiðju í barkgarðinum hjá sér?“ spurði Björt. 

„Í þessu tilfelli fór málið í gegnum íbúakosningu og ég treysti því að verkefnið verði unnið í sátt við íbúana. Bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sóttist eftir þessu verkefni,“ sagði Eyþór. 

„Þarna kristallast munur,“ sagði Dagur. „Ef við horfum á svæðið á Gufunesi þá erum við ekki að endurvekja áburðarverksmiðju heldur er að rísa kvikmyndaþorp. Þetta verkefni var eitt af þeim sem Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér ekki til að styðja.“ 

mbl.is