Dómarar kappakstursins í Bakú í dag hafa vítt Max Verstappen og Daniel Ricciardo, ökumenn Red Bull, fyrir áreksturinn sem felldi þá báða úr leik.
Dómarar kappakstursins í Bakú í dag hafa vítt Max Verstappen og Daniel Ricciardo, ökumenn Red Bull, fyrir áreksturinn sem felldi þá báða úr leik.
Dómarar kappakstursins í Bakú í dag hafa vítt Max Verstappen og Daniel Ricciardo, ökumenn Red Bull, fyrir áreksturinn sem felldi þá báða úr leik.
Stjórnendur Red Bull sögðu að báðir ökumenn hafi átt sína ábyrgð á atvikinu og ákváðu að láta málið niður falla.
Eftir að hafa rætt við þá báða, Ricciardo og Verstappen, létu þeir í ljós iðrun. „Báðir áttu sinn þátt í árekstrinum.
„Ökumaður bíls 33 (Verstappen) skipti tvisvar um stefnu, óverulega mikið. Ökumaður á bíl 3 (Ricciardo) játaði að hafa beðið of lengi með tilraun til framúraksturs vinstra megin. Dómurunum þótti augljóst að þótt upphaf atviksins væri í hreyfingum bíls númer 33 þá átti ökumaður bíls númer þrjú sinn hlut að því hvernig fór,“ sagði í yfirlýsingu frá dómurunum.