Ævintýraför í upp í turn

Helgin framundan | 4. maí 2018

Ævintýraför í miðbæinn

Hefur barnið þitt farið upp í Hallgrímskirkjuturn? Ef já, er orðið svolítið langt síðan? Stundum þarf ekki mikið til að gleðja börn, oft eru einföldu hlutirnir bestir. Það er margt í umhverfi okkar sem fullorðnir taka sem gefnum hlut en eru alger ævintýraveröld fyrir börn. 

Ævintýraför í miðbæinn

Helgin framundan | 4. maí 2018

Hallgrímskirkjar kann að vera hversdagsleg bygging í augum fullorðinna en …
Hallgrímskirkjar kann að vera hversdagsleg bygging í augum fullorðinna en hún getur verið ævintýrakastali fyrir börn Eggert Jóhannesson

Hefur barnið þitt farið upp í Hallgrímskirkjuturn? Ef já, er orðið svolítið langt síðan? Stundum þarf ekki mikið til að gleðja börn, oft eru einföldu hlutirnir bestir. Það er margt í umhverfi okkar sem fullorðnir taka sem gefnum hlut en eru alger ævintýraveröld fyrir börn. 

Hefur barnið þitt farið upp í Hallgrímskirkjuturn? Ef já, er orðið svolítið langt síðan? Stundum þarf ekki mikið til að gleðja börn, oft eru einföldu hlutirnir bestir. Það er margt í umhverfi okkar sem fullorðnir taka sem gefnum hlut en eru alger ævintýraveröld fyrir börn. 

Ef þig vantar hugmynd að einfaldri helgarafþreyingu er stórsniðugt að fara upp í lyftu upp í turninn á Hallgrímskirkju og horfa yfir borgina. Fyrir þau yngstu er sniðugt að leyfa þeim að nefna litina á þökunum og fyrir eldri börn er skemmtilegt að finna hús sem þau kunna að þekkja.

Stundum þarf afþreying fjölskyldunnar ekki að vera flókinn til að …
Stundum þarf afþreying fjölskyldunnar ekki að vera flókinn til að allir geti notið samverunnar og átt góðan dag. Eggert Jóhannesson

Fyrir börn af landsbyggðinni getur verið stórsniðugt að taka einn eftirmiðdag frá og fara í miðbæinn með ferðamönnunum og upp turninn í næstu Reykjavíkurvíkurferð enda byggingin afar eftirminnilegt og minningin líkleg til að lifa lengi. Ef tíminn er nægur þá er upplagt að skoða stytturnar í garði Einars Jónsonar í listasafninu við hliðin á kirkjunni, þar er sannkölluð ævintýraveröld

Aukabónus fyrir börnin, sérstaklega þau yngstu, er að skilja bílinn eftir og taka strætó. Eftir turninn og stytturnar er að sjálfsögðu upplagt að kíkja á nærliggjandi kaffihús, bókakaffihús eru alger klassík með börnum. Svona samverustundir eru afar nærandi fyrir sálina.
Munið að leyfa börnunum að nota símann til að taka myndir eða taka með myndavél svo þau geti tekið myndir á sínum forsendum og sjónarhorni.

Útipúkar eru með fleiri góðar hugmyndir að afþreyingu fjölskyldunnar, utipukar.is

_____________________________________________________

Helgin framundan eru flokkur á Fjölskyldunni sem gefur foreldrum og öðrum aðstandendum barna hugmyndir að afþreyingu fyrir börn og fullorðna.

mbl.is