Ný róttæk trjóna

Formúla-1/McLaren | 10. maí 2018

Ný róttæk trjóna

Ný og róttæk trjóna er þungamiðjan í nýrri eða verulega uppfærðri útgáfu keppnisbíls McLaren sem teflt verður fram í Spánarkappakstrinum um komandi helgi. 

Ný róttæk trjóna

Formúla-1/McLaren | 10. maí 2018

Ný og róttæk trjóna er þungamiðjan í nýrri eða verulega uppfærðri útgáfu keppnisbíls McLaren sem teflt verður fram í Spánarkappakstrinum um komandi helgi. 

Ný og róttæk trjóna er þungamiðjan í nýrri eða verulega uppfærðri útgáfu keppnisbíls McLaren sem teflt verður fram í Spánarkappakstrinum um komandi helgi. 

Frá þessu segir þýska tímaritið Auto Motor und Sport, en í frétt þess kemur fram, að vængirnir verða nýir, einnig vindskeiðar á hliðum bílsins, hliðarabelgirnir sjálfir og loks bílbotninn.    

Fernando Alonso fær nýja bílinn til brúks á heimavelli sínum í Barcelona en varar fólk við að halda að með honum sé töfralausnin að stórbættum árangri fundin. „Tækifæri gefst til aðprófa ýmsar nýjungar, sjá hvar við erum staddir og hvaða stefnu við tökum fyrir það sem eftir er keppnistímabilsins,“ segir Alonso.

Opinberlega freistar McLaren að slá  á væntingar til „B“-bílsins. „Eins og alltaf er hann hluti af þróunaráætlun sem er í gangi keppnistímabilið út í gegn og gengur út á að þróa og bæta bílinn,“ segir liðsstjórinn Eric Boullier.

mbl.is