Föndraðu blóm á mæðradaginn

Helgin framundan | 12. maí 2018

Föndraðu blóm með barninu á mæðradaginn

Foreldrar velta gjarna fyrir sér skemmtilegri afþreyingu með börnunum sínum  um  helgar og vilja prófa eitthvað nýtt. Fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er stórsniðugt að kynna sér viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins en alla jafna eru margir fjölskylduvænir viðburðir á öllum eða flestum útibúum safnsins um helgar. Dagskrá safnsins má finna hér.

Föndraðu blóm með barninu á mæðradaginn

Helgin framundan | 12. maí 2018

Á mæðradaginn er upplagt að leyfa börnum að fá útrás …
Á mæðradaginn er upplagt að leyfa börnum að fá útrás fyrir sköpunarþörfina og leyfa þeim að gleðja mæður sínar í leiðinni með handföndruðu blóm.

Foreldrar velta gjarna fyrir sér skemmtilegri afþreyingu með börnunum sínum  um  helgar og vilja prófa eitthvað nýtt. Fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er stórsniðugt að kynna sér viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins en alla jafna eru margir fjölskylduvænir viðburðir á öllum eða flestum útibúum safnsins um helgar. Dagskrá safnsins má finna hér.

Foreldrar velta gjarna fyrir sér skemmtilegri afþreyingu með börnunum sínum  um  helgar og vilja prófa eitthvað nýtt. Fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er stórsniðugt að kynna sér viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins en alla jafna eru margir fjölskylduvænir viðburðir á öllum eða flestum útibúum safnsins um helgar. Dagskrá safnsins má finna hér.

Á sunnudaginn er mæðradagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur í Borgarbókasafninu. Kristín Arngrímsdóttir listakona og rithöfundur verður með skemmtilegar smiðjur í tilefni dagsins og því upplagt að leyfa börnunum að fá útrás fyrir sköpunarþörfina og leyfa þeim að gleðja mæður sínar í leiðinni með handföndruðu blómi, eða öðru fallegu sem verður til.

Kristín Arngrímsdóttir listakona og rithöfundur verður með skemmtilegar föndursmiðjur í …
Kristín Arngrímsdóttir listakona og rithöfundur verður með skemmtilegar föndursmiðjur í tilefni mæðradagsins mbl/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kristín segir að smiðjurnar séu fyrir alla og hver og einn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hún mun sýna gestum hvernig hægt er að gera falleg pappírsblóm og bæði hægt að gera mjög einföld fyrir þau allra yngstu og svo geta þeir sem lengra eru komnir spreytt sig á flóknari formum. Kristínu langar einnig að kenna gestum að gera öðruvísi kort og verður hægt að klippa þau í t.d. fallega svani eða hvaða form sem er. Það er ókeypis aðgangur  og allt efni á staðnum á Borgarbókasafni Kringlunni laugardaginn 12. maí kl 13:30 og Borgarbókasafni Árbæ sunnudaginn 13. maí kl. 13:00.

mbl.is