Gleðin var við völd á Grand hótel í gær þegar Þórunn Ívarsdóttir bloggari fagnaði því að hún væri Brand Ambassador fyrir Essie.
Gleðin var við völd á Grand hótel í gær þegar Þórunn Ívarsdóttir bloggari fagnaði því að hún væri Brand Ambassador fyrir Essie.
Gleðin var við völd á Grand hótel í gær þegar Þórunn Ívarsdóttir bloggari fagnaði því að hún væri Brand Ambassador fyrir Essie.
Essie hefur frá upphafi verið eitt vinsælasta naglalakkamerkið í heiminum og er samstarf sem þetta ekki nýtt af nálinni í heiminum en í fyrsta sinn sem merkið stendur fyrir þessu hér á landi. Fyrsta herferð Essie og Þórunnar er fyrir vörulínu sem samanstendur af fallegum nude-litum.
Boðið var upp á glæsilegar veitingar og var það matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem töfraði fram girnilegt hádegishlaðborð af smáréttum. Boðið var upp á frískandi rósavín, Rosa dei Masi, og Kristal fyrir þær sem eru á snúrunni.
Þarna komu saman glæsilegar konur alls staðar að til að skála og gleðjast yfir þessu spennandi samstarfi sem verður vert að fylgjast með.