Hæstiréttur staðfesti í dag að Karli og Steingrími Wernerssonum og Guðmundi Ólasyni beri að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta og verðbóta vegna millifærslna sem gerðar voru á reikning Ingunnar Wernersdóttur, systur bræðranna. Með millifærslunum létu þeir Milestone fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í félaginu.
Hæstiréttur staðfesti í dag að Karli og Steingrími Wernerssonum og Guðmundi Ólasyni beri að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta og verðbóta vegna millifærslna sem gerðar voru á reikning Ingunnar Wernersdóttur, systur bræðranna. Með millifærslunum létu þeir Milestone fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í félaginu.
Hæstiréttur staðfesti í dag að Karli og Steingrími Wernerssonum og Guðmundi Ólasyni beri að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða auk vaxta og verðbóta vegna millifærslna sem gerðar voru á reikning Ingunnar Wernersdóttur, systur bræðranna. Með millifærslunum létu þeir Milestone fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í félaginu.
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms, en þremenningarnir höfðu auk þess hlotið fangelsisdóm vegna viðskiptanna. Hæstiréttur staðfesti einnig sýknudóm yfir Ingunni, en skiptastjóri Milestone hafði farið fram á að hún yrði einnig dæmd til að greiða upphæðina.
Guðmundur var framkvæmdastjóri Milestone á þessum tíma sem greiðslurnar voru inntar af hendi og færðar í bókhald og var með prókúru fyrir félagið. Bræðurnir voru aftur á móti eigendur þess.
Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra Milestone fyrir ári síðan var upphæð kröfunnar komin upp í um 10 milljarða með vöxtum og verðbótum.
Guðmundur, Steingrímur og Karl hafa allir verið lýstir gjaldþrota eftir að dómur féll í málinu í héraði í fyrra.
Í febrúar á þessu ári dæmdi Hæstiréttur félagið Aurláka ehf., sem er í eigu Karls, til að greiða 970 milljónir vegna sölunnar á lyfjaversluninni Lyfjum og heilsu sem seld var frá Milestone til Aurláka í mars árið 2008. Þá þarf hann einnig að greiða þrotabú Háttar ehf. 47 milljónir, en Hæstiréttur vísaði málinu frá í byrjun mánaðar og stendur því dómur héraðsdóms sem hafði dæmt Karl til að greiða upphæðina.
Í fyrra var svo greint frá því að Lyf og heilsa, sem var í eigu Karls, væri komin í eigu sonar hans, en það kom fram í endurskoðuðum ársreikningi félagsins sem var skilað inn til fyrirtækjaskrár degi eftir að Karl var dæmdur í fangelsi í Milestone-málinu.